„Nes við Seltjörn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Nes við Seltjörn.jpg|thumb|Lækningaminjasafn vinstra megin og Nesstofa hægra megin, efst á bæjarhólnum (horft til austurs)]]
 
'''Nes við Seltjörn''' er fornbýli á [[Seltjarnarnes|Seltjarnarnesi]]i. Þar hafa fundist mannvistarleifar sem spanna langt tímabil en talið er að búið hafi verið á jörðinni allt frá því um 900. Staðurinn er nú einna þekktastur fyrir [[Nesstofa|Nesstofu]], bústað fyrsta landlæknisins og þar hefur til skamms tíma verið rekið Lækningaminjasafn. Vettvangsnámskeið fyrir fornleifafræðinema við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] hafa verið haldin í Nesi síðan sumarið 2007.
 
== Náttúra og staðhættir ==
Nes er ysta jörðin á [[Seltjarnarnes|Seltjarnarnesi]]i. [[Sveitarfélög ÍslandsSeltjarnarnesbær|Sveitarfélagið]] [[Seltjarnarneskaupstaður|Seltjarnarnes]] er nú aðeins ysti hluti nessins en áður fyrr náði [[Seltjarnarneshreppur]] yfir mun stærra svæði og er [[Reykjavík]] að stærstum hluta vaxin út úr honum. Landsvæðið sem í dag er skilgreint sem Seltjarnarnes er fremur mjótt og láglent að undanskilinni [[Valhúsahæð]] sem hæst er um 30 m.y.smetrar yfir sjávarmáli.
 
Nesjörðin er rétt austan við sjálfa [[Seltjörn]], sem nú er vík en ekki tjörn vegna ágangs sjávar. Norðvestan við Nes er [[Grótta]], sem vegna landrofs er nú eyja en var áður tangi. Nes var stærsta jörðin í Nessókn og jafnframt [[kirkjustaður]]. Ólafur Lárusson taldi að jarðirnar Nes og Vík hafi verið kjarninn hvor í sínu byggðarlagi, Nessókn og Reykjavíkursókn.<ref>Ólafur Lárusson 1944, bls. 109-110, 122.</ref>
Lína 10:
==== Úttektir og yfirlit ====
Ýmiss konar rannsóknir og skráningar hafa einnig verið gerðar í Nesi og á svæðinu þar í kring. Árið 1936 var gerð fyrsta ítarlega rannsóknin á landnámi og byggðarþróun á Seltjarnarnesi. Hana gerði Ólafur Lárusson og birti hann niðurstöðurnar í greininni „Hversu Seltjarnarnes byggðist“ sem síðar kom út í ritgerðasafni hans ''Byggð og sögu''. Á sjötta áratug 20. aldar tók Ari Gíslason saman skrá um örnefni á Seltjarnarnesi á vegum Örnefnastofnunar. Önnur örnefnaskrá var tekin saman árið 1976 af Guðrúnu S. Magnúsdóttur og árið 1978 vann Guðrún Einarsdóttir, landfræðinemi við Háskóla Íslands, lokaverkefni um örnefni á Seltjarnarnesi.<ref>Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Rúnar Leifsson 2006, bls. 9.</ref> Á aldarafmæli [[Hreppsnefndarkosningar á Seltjarnarnesi|hreppsnefndar Seltjarnarness]], árið 1975, var ákveðið að láta skrifa og gefa út sögu bæjarins. Heimir Þorleifsson, sagnfræðingur, var ráðinn til verksins og kom ''Seltirningabók'', ítarleg úttekt á sögu byggðar á Seltjarnarnesi, síðan út árið 1991.<ref>Heimir Þorleifsson 1991</ref>
 
Árið 1980 var gerð fornleifaskráning í landi Seltjarnarness, en það var á meðal fyrstu sveitarfélaga landsins sem gekkst fyrir slíku. Sú skráning var gerð af Ágústi Ó. Georgssyni og leiddi í ljós 61 minjastað. Birna Gunnarsdóttir fornleifafræðingur gaf skrána út 1995.<ref>Ágúst Ólafur Georgsson & Birna Gunnarsdóttir 1995</ref> Árið 2006 kom út endurskoðuð og uppfærð skrá og reyndust þá vera 324 minjastaðir á Seltjarnarnesi öllu og þar af 144 í landi Ness.<ref>Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Rúnar Leifsson 2006</ref>
 
== Búseta í Nesi ==
Elsta heimildin sem getur um Nes er frá því um [[1200]]. Í kirknatali [[Páll Jónsson (biskup)|Páls biskups Jónssonar]] er talin kirkja með prestskyld í Nesi. Fyrstu nafngreindu ábúendurnir í Nesi voru Hafurbjörn Styrkársson og Guðrún Þorláksdóttir, en þau bjuggu þar á síðari hluta 13. aldar. Hafurbjörn var kominn af Ásbirni Össurarsyni í beinan karllegg, en Ásbjörn var bróðursonur [[Ingólfur Arnarson|Ingólfs Arnarsonar]]. Hjónanna Hafurbjörns og Guðrúnar er getið í [[Árna saga biskups|Árna sögu biskups]] þar sem segir að þau hafi verið stórauðug af peningum. Veturinn 1280-1281 hafði [[Loðinn leppur]], sem konungur hafði sent til Íslands með [[Jónsbók]], vetursetu hjá þeim hjónum. Þess var getið að í Nesi hafi verið hið ríkmannlegasta heimili á landinu og hið mesta höfuðból.<ref>Ólafur Lárusson 1944, bls.113.</ref>
 
Óljóst er um eignarhald á jörðinni á miðöldum, eða frá 1341 og fram undir [[Siðaskiptin á Íslandi|siðaskipti]] 1550. Við siðaskiptin komst jörðin í eigu [[Skálholt|Skálholtsstóls]]. Árið 1556 eignaði konungur sér Nes og á meðan jörðin var í hans eigu bjuggu þar aðallega prestar og veraldlegir embættismenn.<ref>Kristinn Magnússon 2006, bls. 5.</ref>
Lína 46:
 
== Tilvísanir ==
<references />
 
== Heimildir ==