„Nesstofa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Tók út tengil sem virkaði ekki og uppfærði annan.
Óþarfi að gefa upp bækling bæði á íslensku og ensku
Lína 1:
[[Mynd:SeltjarnarnesLandlaeknishus.JPG|thumb|Nesstofa á Seltjarnarnesi]]
 
'''Nesstofa''' er safnahús á [[Seltjarnarnes]]i. Þar er nú lækningaminjasafn. Nesstofa var byggð á árunum [[1761]] til [[1767]] eftir teikningum [[Jacob Fortling|Jacobs Fortling]] hirðhúsameistara. Í húsið var notað [[grágrýti]] fengið úr [[fálkahús]]i konungs á [[Valhúsahæð]]. Á jarðhæð var [[apótek]] og húsakynni [[landlæknisembættið|landlæknisembættisins]] en í risi voru íbúðarherbergi og yfir því var hanabjálkaloft. Húsið var í landi jarðarinnar [[Nes við Seltjörn|Ness við Seltjörn]].

[[Bjarni Pálsson]] sem var fyrsti landlæknirinn settist að í Nesi með fjölskyldu sína árið [[1763]] og bjó þar til dauðadags. Frá árinu [[1772]] skiptu landlæknir og apótekari með sér ábúðarréttindum í Nesi. Síðustu ábúendur í Nesi voru Ólöf Gunnsteinsdóttir (1910-1997) og Jóhann Ólafsson (1908-1989). Ólöf bjó í vesturhluta Nesstofu til ársins 1997 er hún lést en í eystri hluta hússins var lækningaminjasafns á níunda áratugnum. Árið 2009 lauk umfangsmiklum endurbótum á húsinu sem fóru fram á vegum [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafns Íslands]] og [[Húsfriðunarnefnd ríkisins|Húsafriðunarnefndar]] undir stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts. Við endurbæturnar var mikil áhersla lögð á að endurgera húsið í upphaflegri mynd og gera upprunalega bygginarhluta sýnilega á nýjan leik.
 
Nesstofa er á [[Listi yfir friðuð hús á Íslandi|lista yfir friðuð hús á Íslandi]]. Hún er í umsjá Lækningaminjasafns Íslands og opin almenningi á auglýstum tímum.
 
== Tenglar ==
[http://www.seltjarnarnes.is/media/fraedslusvid/Nesstofa_islenska_290609.pdf Bæklingur um Nesstofu á íslensku]
 
[http://www.seltjarnarnes.is/media/fraedslusvid/Nesstofa_enska_290609.pdf Bæklingur um Nesstofu á ensku]
 
[https://www.thjodminjasafn.is/thjonusta/safnkostur/husasafn/nesstofa-vid-seltjorn-1# Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands].
 
* [http://www.seltjarnarnes.is/media/fraedslusvid/Nesstofa_islenska_290609.pdf Bæklingur um Nesstofu] <!-- [http://www.seltjarnarnes.is/media/fraedslusvid/Nesstofa_enska_290609.pdf Bæklingur um Nesstofu á íslenskuensku] -->
* [https://www.thjodminjasafn.is/thjonusta/safnkostur/husasafn/nesstofa-vid-seltjorn-1# Húsasafn Þjóðminjasafns Íslands].
 
{{stubbur|Ísland}}