„Norðurfjörður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
aðgr
Lína 1:
:''Fyrir fjörðinn á Austfjörðum, sjá [[Norðfjörður]].''
[[Mynd:Krossnes swimming pool.jpg|thumbnail|Krossneslaug]]
'''Norðurfjörður''' er [[fjörður]] á [[Strandasýsla|Ströndum]] sem er norðan við [[Trékyllisvík]] en sunnan við [[Ingólfsfjörður|Ingólfsfjörð]]. Á nyrðri strönd fjarðarins er [[Krossnes]] og þar er heit [[sundlaug]] í [[flæðarmál]]inu. Í Norðurfirði eru flest hús komin í eyði en eitthvað er um sumarhús á svæðinu og er rekin lítil verslun á sumrin. Úr firðinum liggur akvegur til norðvesturs í gegnum [[Meladalur|Meladal]] yfir í Ingólfsfjörð en þaðan liggur slóði yfir í [[Ófeigsfjörður|Ófeigsfjörð]]. Er sá vegur einungis jeppafær enda að miklu leyti í fjörunni.
 
Í Norðurfirði rekur [[Ferðafélag Íslands]] skála að [[Valgeirsstaðir|Valgeirsstöðum]]. Þar eru skálaverðir á sumrin til að þjónusta ferðamenn. Sumarið 2010 hóf Urðartindur ehf. að bjóða upp á gistingu í tveimur smáhýsum auk tjaldsvæðis. Sumarið 2012 var hlöðunni í Norðurfirði breytt þar sem á efri hæðinni eru fjögur tveggja manna herbergi og á neðri hæðinni góð aðstaða fyrir tjaldgesti og annað ferðafólk, með salerni og sætum fyrir allt að 80 manns.
 
Yfir Norðurfirði rísa Kálfatindar (646m646 m) og Krossnesfjall.
 
== Tenglar ==
* [http://urdartindur.is/ Vefsíða gistiheimilis Urðartinds]
* [http://www.nordurfjordur.is/ Vefsíða Kaffi Norðurfjarðar]