„Fjara“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Aðgreining
 
Lína 1:
:''Fjara getur líka átt við [[flóð og fjara|flóð og fjöru]].''
[[Mynd:Skaleyjar-fjara.jpg|thumb|300px|Þangfjara við [[Skáleyjar|Skáleyjar]] á Breiðafirði]]
'''Fjara''' er nefnd sú landræma sem er á mörkum [[Meginland|meginlandsmeginland]]s eða [[Eyja|eyja]] og [[Sjór|sjávar]] eða [[Stöðuvatn|stöðuvatnsstöðuvatn]]s. Þar sem [[Sjávarföll|sjávarfalla]] gætir er þetta svæði breiðara en ella. Til dæmis gætir sjávarfalla varla eða mjög lítið í stöðuvötnum en mikið mun meira á sjávarströndum, þó óverulega í [[Innhaf|innhöfum]] eins og til dæmis [[Eystrasalt|Eystrasalti]]i og [[Miðjarðarhaf|Miðjarðarhafi]]i.
 
Yfirleitt er fjara skilgreind sem sú landræma sem sjór fellur af og er á milli meðalstórstraumsflóðs og meðalstórstraumsfjöru. Sjávarföll eru mjög mismikil, mest geta þau orðið 16 metra munur á flóði og fjöru í [[Fundyflói|Fundyflóa]] á austurströnd [[Kanada]], því eru fjörur mjög mismunandi að umfangi, einnig er lífríki og gerð þeirra mjög mismunandi. Margir [[Líffræðingur|líffræðingar]] vilja líka skilgreina fjöru frekar út frá [[vistkerfi]] hennar og segja að hún nái frá efstu ''[[Klettadoppa|klettadoppum]]'', en ofan þeirra teljist land, og niður að ''[[þarabelti]]'', en þar byrji ''[[grunnsævi]]''. Sú skilgreining er talsverð einföldun og á fyrst og fremst við um kletta- og klapparfjörur.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Guðmundur P. Ólafsson|titill=Algeng fjörudýr|ár=1986}}</ref>
 
==Fjörur á Íslandi==
Fjörur á [[Ísland|Íslandi]]i eru misstórar vegna þess að sjávarfalla gætir mismikið í kringum landið. Mestur munur flóðs og fjöru er við [[Breiðafjörður|Breiðafjörð]] og getur þar orðið 5 metrar. Við [[Faxaflói|Faxaflóa]] er algengur fjögurra metra munur á stórstreymi en á Norður- og Austurlandi sjaldnast meiri en einn og hálfur metri. Lögun landsins ræður miklu um hve fjörur eru víðáttumiklar að viðbættum sjáfarföllum, en talið í ferkílómetrum er um helmingur allra fjara á Íslandi við Breiðarfjörð, fjórðungur við Faxaflóann en aðeins um 10% samanlagt við norður- og austurströndina.
 
==Fjörugerðir==
Fjörur eru margvíslegar að gerð. Sumstaðar ganga klettar í sjó út, aðrar sorfnar af [[Brim|brimibrim]]i úthafsöldunar, enn aðrar fullar af grjóthnullungum, möl eða sandi eða eru lygnar [[Leiraur|leirur]] við [[Árós|árósaárós]]a. Lífríki hinna ýmsu fjörugerða er misjafnt og hefur skjól þar mikið að segja. Í sumum gerðum fjara er nánast ekkert fjörulíf, eins og í sandfjörum fyrir opnu hafi, en mjög mikið í skjólgóðum hnullunga- og þangfjörum.
 
Skipta má fjörum í margar gerði og hafa Íslenskum fjörum meðal annars verið skipt í eftirfarandi flokka: ''Þangfjörur, hrúðurkallafjörur, hnullungafjörur, skjóllitlar sandfjörur, kræklingaleirur, sandmaðksleirur, [[sjávarfitjar]]'' og ''árósar og sjáfarlón''.<ref>{{bókaheimild|höfundur=Agnar Ingólfsson|titill=Íslenskar fjörur|ár=1990}}</ref>.
 
== Sjá einnig ==