„Blönduós“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
flokkun
+mynd
Lína 14:
Vefsíða= http://www.blonduos.is/|
}}
[[Mynd:Blonduos4.jpg|thumb|Blönduós, gamli bærinn og kirkjan.]]
'''Blönduós''' er [[bæjarfélag]] á Norðvesturlandi, við ósa [[Blanda|Blöndu]], eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna [[Hjaltabakki|Hjaltabakka]] og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austaan (norðan) ár. [[Þjóðvegur 1]] liggur í gegnum Blönduós.
 
Lína 21 ⟶ 22:
Blönduóss er fyrst getið sem lendingarstaðar í [[Landnámabók]] og víða í [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]] er talað um skipakomur þangað en á síðari öldum virðist ekki hafa verið siglt þangað fyrr en á 19. öld. Eini verslunarstaðurinn í [[Húnaþing]]i var þá [[Höfðakaupstaður]] (Skagaströnd). Mörgum Húnvetningum þótti þó langt að sækja verslun þangað og þann [[1. janúar]] [[1876]] var Blönduós löggiltur sem verslunarstaður. Sumarið eftir voru útmældar nokkrar verslunarlóðir og tveir verslunarskúrar reistir. [[Kaupfélag Austur-Húnvetninga]] fékk útmælda lóð [[1896]] og árið [[1909]] var reist steinsteypt verslunarhús sem enn stendur.
 
[[Mynd:Bloenduos 01.jpg|thumb|left|BlönduósÓsar Blöndu.]]
Íbúðarhús risu einnig kringum verslanirnar. Árið [[1890]] voru 52 íbúar á Blönduósi og um aldamótin voru þeir orðnir 106. Árið [[1920]] voru á Blönduósi 11 steinhús, 15 timburhús og 31 [[torfbær]]. [[Ferja|Lögferja]] kom á ósa Blöndu um það bil sem byggð hófst þar og brú var svo reist á árunum 1896-1897 og var mjög mikil samgöngubót og tengdi líka þorpið, sem var að byggjast upp báðum megin árinnar. Núverandi brú var reist 1962-1963. Á árunum 1994-1895 var gerð [[bryggja]] utan við ána og varð Blönduós þá fastur viðkomustaður [[strandferðaskip]]a.