„Mary Robinson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Forsætisráðherra | forskeyti = | nafn = Mary Robinson | mynd = Mary Robinson (2014).jpg | titill= Forseti Írlands | stjórnartíð_start = 3. desember 1990 | stjórnar...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 29:
 
==Æviágrip==
Mary Robinson fæddist undir nafninu Mary Burke árið 1944 og var dóttir [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskra]] læknishjóna. Foreldrar hennar þóttu tiltölulega [[frjálslyndi]]r og Mary hlaut uppeldi í samræmi við það. Samband hennar við foreldra sína stirðnaði um hríð árið 1970 þegar hún giftist skopmyndateiknaranum og lögfræðingnum Nicholas Robinson, sem var [[mótmælendatrú]]ar. Foreldrar Mary mættu ekki í brúðkaup þeirra en sættir tókust með þeim nokkru síðar.<ref name=forsetifólksins>{{Vefheimild|titill=Forseti fólksins|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1854641|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|ár=1996|mánuður=26. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=20. júlí}}</ref>
Mary Robinson nam [[lögfræði]] við [[Trinity-háskólinn í Dyflinni|Trinity-háskólann í Dyflinni]] með góðum árangri. Þegar hún var 25 ára varð hún yngsti lagaprófessorinn í sögu skólans. Robinson sat á efri deild írska þingsins fyrir [[Verkamannaflokkurinn (Írland)|Verkamannaflokkinn]] frá 1969 til 1981 og átti auk þess sæti í borgarstjórn [[Dyflinn]]ar, í Alþjóðanefnd lögfræðinga og ýmsum öðrum lögfræðisamtökum. Hún var jafnframt virk í kvenréttindabaráttu og var fyrsti formaður Samtaka stjórnmálakvenna. Árið 1988 var hún útnefnd „kona Evrópu“.<ref name=forsetifólksins/>