„Pétur Hoffmann Salómonsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Pétur Hoffmann Salómonsson''' ([[25. febrúar]] [[1897]] – [[18. október]] [[1980]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[fiskveiðar|sjómaður]] og kunn persóna í bæjarlífinu í [[Reykjavík]]. Hann reisti sér kofa í [[Selsvör]] þar sem hann bjó frá [[1948]] til [[1960]] og lifði á [[hrognkelsi|hrognkelsaveiðum]]. Hann safnaði ýmsu dóti sem hann fann á öskuhaugum borgarinnar í Selsvörinni og við Eiðisgranda og hélt sýningar á því. Hann hugðist bjóða sig fram til [[forseti Íslands|forseta]] þegar fyrsta kjörtímabili [[Ásgeir Ásgeirsson|Ásgeirs Ásgeirssonar]] lauk [[1956]] en ekkert varð úr framboðinu, aðallega vegna þess að hann veiktist af [[flensa|flensu]]. [[Ævisaga]] hans, ''Þér að segja: veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar'', var skrifuð af [[Stefán Jónsson (fréttamaður)|Stefáni Jónssyni]] fréttamanni og kom út [[1963]]. Þar sagði Pétur m.a. frá því þegar hann slóst við hóp bandarískra hermanna í Selsvörinni [[1943]] og hafði betur. Þetta var kallað [[Selsvararorrustan]] og gert ódauðlegt í vinsælum dægurlaga texta eftir [[Jónas Árnason]], „Hoffmannshnefar“.
 
Níels Óskarsson kvað og gaf út Rímu af Pétri Hoffmann Salómonssyni, sægarpi í Stóru-SelsVör.Ríman er 25 vísur og segir í henni frá afrekum Péturs Hoffmanns. Ein síðasta vísan í rímunni hljóðar svo:
:Og til minja um afrek þar
:útgaf dali Selsvarar.
:Pétur myntir mótandi
:manna fyrst á íslandi.
 
Pétur gaf nokkuð út af smáritum, meðal annars endurminningar, leiðbeiningar um álaveiðar og vangaveltur um [[atgeir]] [[Gunnar á Hlíðarenda|Gunnars á Hlíðarenda]].