„Simón Bolívar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 74:
Simón átti í erfiðleikum með að hafa stjórn á hinu víðlenda Stóra Kólumbíska lýðveldi. Klofningur kom upp árið 1826 og svæðisbundin uppreisn átti sér stað þar sem nú er Venesúela. Á tímabili virtist sem hið stóra en brothætta lýðveldi væri að hruni komið. Mönnum voru gefnar upp sakir og samkomlagi var náð við uppreisnarmennina en sundurlyndi stjórnmálamanna óx.
 
Með það fyrir augum að viðhalda einingu lýðveldisins boðaði Simón til stjórnarskrárþings í apríl 1828 í Ocaña. Draumur hans var að hin nýfrjálsu lýðveldi mynduð með sér bandalag um sameiginlega stjórn sem héldi einstaklingsfrelsi til haga. Hugmyndum hans var hafnað á stjórnarskrár þinginu. Þegar það var fyrir séð að þingið legði drög að víðtæku sambandsríki sem takmarkaði mjög vald svæðisbundinna stjórnvalda, yfirgáfu Simón og fulltrúar hans samkomuna..
 
Simón tók sér alræðisvald [[27. ágúst]] [[1828]] til þess að reyna að bjarga lýðveldinu. Óánægja með framferði hans óx og var honum sýnt banatilræði í Septemberseptember sama ár. Bolívar slapp naumlega með líf sitt fyrir tilstilli ástkonu sinnar, [[Manuela Sáenz|Manuelu Sáenz]], sem vakti hann, hjálpaði honum að laumast í skjól og tafði síðan fyrir tilræðismönnunum á meðan þeir leituðu að Bolívar í húsi hans. Eftir að hafa þannig varið bjargað gaf Bolívar Manuelu heiðurstitilinn „frelsari frelsarans“. Á næstu tveim árum var nokkuð um uppþot í Nýja Granada, Venesúela og Ekvador.
 
== Minningin lifir ==