„Neðstikaupstaður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Stillbusy (spjall | framlög)
aftengt "Faktorshúsið"; Wikipedia-greinin "Faktorshúsið" fjallar um hús í Hæstakaupstað (!) á Ísafirði, ekki um húsið með sama nafni í Neðstakaupstað á Ísafirði; um leið hin húsin aftengt hér
Lína 1:
[[Mynd:Ísafjörður 12.JPG|Turnhúsið í Neðstakaupstað|thumbnail]]
[[Mynd:Folk Dancers, Isafjordur (4899625494).jpg|thumbnail|Þjóðdansasýning í Neðstakaupstað]]
'''Neðstikaupstaður''' er minjasvæði á [[Ísafjörður|Ísafirði]] og fyrrum verslunarsvæði þar sem standa verslunarhús frá tímum [[Einokunarverslunin|Einokunarverslunarinnar]]. Elsta húsin er [[Krambúðin]] sem byggð var [[1757]]. Í fyrstu höfðu kaupmenn ekki vetursetu í kaupstaðnum en árið [[1764]] tók [[Almenna verslunarfélagið]] við [[Íslandsverslunin|Íslandsversluninni]] og hafði þá vetursetumenn á öllum Vestfjarðahöfnum og kenndi saltfiskverslun en [[saltfiskur]] var eftirsótt söluvara í Evrópu og veðurlag og aðgangur að fengsælum fiskimiðum gerði Vestfirði heppilega fyrir slíka vinnslu.
 
Árið [[1765]] var byggt heilsárs íbúðarhús fyrir verslunarstjóra (faktor) og er það [[Faktorshúsið]]. Um aldamótin [[1900]] mun á annan tug húsa hafa staðið í Neðstakaupstað. Núna standa eftir fjögur hús en þau eru Krambúðin og Faktorshúsið og tvo pakkhús (vöruskemmur) sem eru [[Tjöruhúsið]], byggt [[1781]], og [[Turnhúsið]], byggt [[1784]].
 
Hinn 18. ágúst 1786 kunngerði Danakonungur að einokun yrði afnumin á Íslandi frá og með 1. janúar 1788. Tilskipun um sama efni var gefin út 13. júní 1787 og voru þá sett lög um verslun á Íslandi er gilda skyldu frá 1. janúar 1788. Stofnaðir voru sex kaupstaðir og var Ísafjörður einn þeirra. Hinn 24. apríl 1787 mældi Jón Arnórsson sýslumaður út lóð hins nýja kaupstaðar á Skutulsfjarðareyri. Náði hún yfir alla eyrina frá Suðurtanga að Prestabugt en takmarkaðist að ofan við línu er hugsaðist dregin 96 álnum fyrir neðan neðsta fjárhús Eyrarklerks. Haustið 1816 fékk Grundarfjörður kaupstaðarréttindi í Vesturamti í stað Ísafjarðar og var Ísafjörður úthöfn frá Grundarfirði til ársins 1836 en fékk þá löggildingu sem verslunarstaður.