„Hinrik sæfari“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Á næstu árum sigldu Portúgalar lengra en áður og komu meðal annars til [[Senegal]] og [[Grænhöfðaeyjar|Grænhöfðaeyja]]. Hinrik lést árið 1460, rúmum fjörutíu árum eftir fund Madeiraeyja. Störf hans höfðu þá hrundið af stað [[Landafundatímabilið|landafundatímabili]] Portúgala og áttu eftir að leggja grunnin að [[Portúgalska heimsveldið|hinu mikla verslunarveldi Portúgala]] sem reis á 15. og 16. öld. Árið 1488 tókst landkönnuðinum [[Bartolomeu Dias]] að sigla að suðurodda Afríku og árið 1497 tókst [[Vasco da Gama]] að finna siglingaleið til Indlands suður um Afríku líkt og Hinrik hafði séð fyrir sér.
 
==Viðurnefni Hinriks==
Hinrik var ekki kallaður „sæfari“ á meðan hann lifði og þetta viðurnefni festist ekki við hann fyrr en þremur öldum eftir dauða hans. Það voru tveir þýskir sagnfræðingar sem gáfu honum þetta nafn á 19. öld: Þeir [[Heinrich Schaefer]] og [[Gustave de Veer]]. Síðar náði viðurnefnið útbreiðslu þegar tveir breskir höfundar notuðu það í titlum á ævisögum sínum um prinsinn: [[Henry Major]] árið 1868 og [[Raymond Beazley]] árið 1895.<ref name="Randles">Randles, W.G.L. "The alleged nautical school founded in the fifteenth century at Sagres by Prince Henry of Portugal called the 'Navigator'". ''Imago Mundi'', vol. 45 (1993), pp. 20–28.</ref> Enn í dag er óalgengt að Hinrik sé kallaður „sæfari“ á portúgölsku og hann er jafnan þekktur undir nafninu „Infante D. Henrique“.
 
==Tilvísanir==