Munur á milli breytinga „Kvenréttindi á Íslandi“

ekkert breytingarágrip
m
 
== Kynjaskipting ==
Hið svonefnda nátttúrulega [[kynjahlutfall mannsins]] er um það bil 1 : 1 sem þýðir að að öðru óbreyttu er fjöldi karla og kvenna jafn. Árið 2015 voru karlar á Íslandi ívið fleiri en konur eða um 50,2% landsmanna. Þessi sama skipting endurspeglast ekki alls staðar í samfélaginu sem leiðir því að þeirri kenningu að kynjunum séu mótuð viss hlutverk. Þannig voru 75% frambjóðenda til fyrsta sætis fyrir [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2010|sveitarstjórnarkosningarnar 2010]] karlkyns. Hlutfall kvenna af kosnum fulltrúum var 40% og hafði aldrei verið hærra. Eftir [[SveitarstjórnarkosningaSveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2018|sveitarstjórnarkosningarnar 2018]] hækkaði hlutfall kvenkyns sveitarstjóra úr 22% í 36%.<ref>[http://www.ruv.is/frett/fleiri-konur-styra-sveitarfelogum-en-adur Fleiri konur stýra sveitarfélögum en áður]</ref>
 
Í frétt frá árinu 2003 kom fram að um 7% stjórnarmanna íslenskra fyrirtækja væru kvenkyns árið 2003 og að hlutfallið væri hærra í Mexíkó.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3473500 Hallar á konur í viðskiptalífinu], Morgunblaðið 19. júní 2003</ref> Árið 2011 var einungis 20% framkvæmdastjóra fyrirtækja kvenkyns.<ref>{{vefheimild|url=http://jafnretti.is/D10/_Files/2013_tolur_og_hlutfall_Jafnrettisstofa.pdf|titill=Tölulegar upplýsingar : hlutföll og fjöldi karla og kvenna á ýmsum sviðum samfélags|útgefandi=Jafnréttisstofa|ár=2013}}</ref> Samkvæmt fræðigrein frá 2017 var hlut­fall kvenna í efsta stjórn­un­ar­stigi fyr­ir­tækja ein­ungis 21,9% árið 2015.<ref>[http://www.efnahagsmal.is/article/view/2612 ...hvað segið þið strákar? Upplifun kvenmillistjórnenda af stöðu sinni, möguleikum og hindrunum í starfi], grein í Tímarit um viðskipti og efnahagsmál eftir Unni Dóru Einarsdóttur, Erlu S. Kristjánsdóttur, Þóru H. Christiansen</ref> Í lok nóvember 2018 leiddi athugun í ljós að af hundrað stærstu fyrirtækjunum væru konur framkvæmdastjórar rúmlega 20% þeirra.<ref>[https://www.frettabladid.is/frettir/segir-island-kannski-skast-i-jafnrettismalum-en-ekki-best Segir Ísland kannski skást í jafnréttismálum en ekki best]</ref> Í byrjun árs 2018 sýndi athugun Capacent að konur væru 11 prósent forstjóra en karlar 89 prósent, 27 prósent framkvæmdastjóra íslenskra fyrirtækja en karlar 73 prósent.<ref>[http://www.ruv.is/frett/konur-adeins-11-forstjora Konur aðeins 11% forstjóra]</ref> Í frétt frá febrúar 2019 kom fram að engin kona hefði verið ráðinn forstjóri fyrirtækis skráð í [[Kauphöll Íslands]] frá árinu 2011.<ref>[http://www.ruv.is/frett/karlpeningurinn-heldur-fastast-i-glerthakid „Karlpeningurinn heldur fastast í glerþakið”]</ref><ref>[https://kjarninn.is/skyring/2019-02-28-karlar-halda-thettingsfast-um-veskid-i-islensku-efnahagslifi/ Karlar halda þéttingsfast um veskið í íslensku efnahagslífi]</ref><ref>[https://mannlif.is/heimurinn/innlent/thar-sem-peningar-og-vold-eru-til-stadar-er-konum-ekki-hleypt-ad/ Þar sem peningar og völd eru er konum ekki hleypt að]</ref> Til samanburðar voru 29% sveitarstjórnarmanna í Skotlandi kvenkyns snemma árið 2019 samanborið við 49% á Íslandi.<ref>[https://www.scotsman.com/news/opinion/was-feminism-just-a-myth-edinburgh-starting-to-feel-like-it-susan-dalgety-1-4890113 Was feminism just a myth? Edinburgh starting to feel like it – Susan Dalgety]</ref><ref>[https://www.jafnretti.is/is/um-jafnrettisstofu/frettir/konur-og-karlar-a-islandi-2019 Konur og karlar á Íslandi 2019]</ref> Í júní 2019 kom fram að af 10 nýlegum forstjóraráðningum á Íslandi hefði aðeins 1 kona verið ráðin.<ref>[https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/06/14/adeins_ein_kona_radin_i_tiu_nylegum_forstjoraradnin/ Aðeins ein kona ráðin í tíu ný­leg­um for­stjór­aráðning­um]</ref>
Tímabil seinni heimstyrjaldarinnar einkenndist af [[Ísland í seinni heimsstyrjöldinni|örum breytingum og í raun nútímavæðingu Íslands]], ''Bretavinnan'' bauðst íslensku vinnuafli og árin 1941-2 var atvinnuleysið orðið ekkert. Tók fljótlega að bera á togstreitu milli hermannanna og íslenskra karlmanna, í umfjöllunum fékk þetta málefni heitið ''[[Ástandið]]''. Degi eftir að Bretar hernámu Ísland birtist málsgrein í Alþýðublaðinu þar sem varað var við [[siðleysi]], breskir hermenn sóttu í að fá þvott þveginn hjá íslenskum húsmæðrum og þóttu slík samskipti einnig óviðeigandi. Ári seinna tóku Bandaríkjamenn við af Bretum. Í bréfi [[Vilmundur Jónsson|Vilmundar Jónssonar]] landlæknir, bréf til dómsmálaráðuneytisins sagði að lögreglan teldi að stúlkubörn á aldrinum 12-16 ára væru farin að stunda [[vændi]]. Í kjölfarið var stofnuð nefnd til þess að rannsaka málið, hún var kölluð ''Ástandsnefndin'' og var skipuð þremur karlmönnum. Í skýrslu nefndarinnar kom fram að lögreglan væri með lista yfir 500 konur á aldrinum 12-61 árs, sem hún teldi að hefðu mjög náin samskipti við setuliðið. Af þeim væru um 150 17 ára og yngri. Af þessum 500 konum væru að minnsta kosti 129 orðnar mæður og væri barnafjöldinn ekki minni en 255 börn. Kynni íslenskra stúlkna og hermanna leiddu stundum af sér þunganir. Þegar svo bar undir áttu stúlkurnar rétt á meðlögum frá hermönnunum. En oftar en ekki gátu hermennirnir komið sér undan þeirri ábyrgð og þurftu þá stúlkurnar að þiggja styrki frá hinu opinbera. En einnig kom fyrir að pör giftu sig og voru hermannabrúðkaup 332 talsins hér á landi.
 
Árið 1949 voru [[Kristín L. Sigurðardóttir]] og [[Rannveig Þorsteinsdóttir]] kosnar á þing og var það í fyrsta sinn sem tvær konur sátu á Alþingi. [[Hulda Dóra Jakobsdóttir]] varð fyrst íslenskra kvenna til þess að verða bæjarstjóri en hún var bæjarstjóri [[Kópavogur|Kópavogs]] frá 1957-62. [[Auður Auðuns]] gegndi embætti [[borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjóra Reykjavíkur]] frá 1959 til 1960 og var fyrst kvenna til þess. Hún var einnig fyrst kvenna til þess að verða ráðherra þegar hún sat sem [[Dóms- og kirkjumálaráðherra Íslands|dóms- og kirkjumálaráðherra]] 1970-71.
 
[[Mynd:Vigdis Finnbogadottir (1985).jpg|thumb|right|[[Vigdís Finnbogadóttir]] var fyrst kvenna kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum árið 1980. Hér er hún á mynd sem var tekin 1985.]]
2.528

breytingar