Munur á milli breytinga „Mani pulite“

1.444 bætum bætt við ,  fyrir 1 ári
bæti við heimildum
m (Bot: Flyt 16 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q921474)
(bæti við heimildum)
[[Mynd:Italy-Emblem.svg|right|thumb|Skjaldarmerki Ítalska lýðveldisins]]
'''Mani pulite''' ([[ítalska]]: ''hreinar hendur'') er heiti á röð [[réttarhöld|réttarhalda]] sem komu í kjölfarið á rannsókn [[dómsvald]]sins á [[Ítalía|Ítalíu]] á [[spilling]]u í ítölskum stjórnmálum á árunum [[1992]] og [[1993]]. Það kerfi [[Mútur|mútugreiðslna]] og spillingar hjá stjórnmálamönnum og aðilum í atvinnulífinu sem rannsóknin leiddi í ljós var kallað '''Tangentopoli'''<ref name="Moliterno">{{Cite book| last = Moliterno| first = Gino| title = Encyclopedia of contemporary Italian culture| publisher = Routledge| year = 2000| isbn = 0-415-14584-8}}</ref> (''Mútuborgin'') af fjölmiðlum.<ref name="Koff2002">{{cite book|author=Stephen P. Koff|title=Italy: From the 1st to the 2nd Republic|year=2002|publisher=Routledge|isbn=978-0-203-00536-1|page=2}}</ref> Réttarhöldin leiddu til endaloka stjórnarflokkanna tveggja, [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Ítalía)|kristilegra demókrata]] (sem hafði setið í öllum ríkisstjórnum Ítalíu frá [[Síðari heimsstyrjöld|stríðslokum]]) og [[Ítalski sósíalistaflokkurinn|Ítalska sósíalistaflokksins]]. Nær heil kynslóð ítalskra stjórmálamanna hvarf af vettvangi í kjölfarið, sem meðal annars ruddi brautina fyrir fyrsta [[Kosningar|kosningasigur]] [[Silvio Berlusconi|Silvios Berlusconis]] árið [[1994]].
 
==Ríkir munkar í fátæku klaustri==
 
==Upphaf málsins==
''Mani pulite'' hófust með því að rannsóknardómarinn [[Antonio Di Pietro]] lét handtaka [[Mario Chiesa]] fyrir mútuþægni þann [[17. febrúar]] [[1992]]. Chiesa var þá forstjóri [[elliheimili]]s í [[Mílanó]] og meðlimur í ítalska sósíalistaflokknum. Aðrir meðlimir flokksins, eins og [[Bettino Craxi]] formaður og fyrrverandi [[forsætisráðherra]], höfnuðu því við þetta tækifæri að spilling væri útbreidd í ítölskum stjórnmálum og héldu því fram að mál Chiesa væri einangrað tilvik. Eftir nokkra mánuði í fangelsi og eftir að lögreglan hafði gert upptækar allar eignir Chiesa (sem voru umtalsverðar), hóf hann að gefa út yfirlýsingar sem tengdu marga þekkta stjórnmálamenn við spillingu og mútugreiðslur sem Chiesa hafði sjálfur átt þátt í, meðal annars með fjármunum frá ítölsku mafíunni. Þetta gerði dómurunum kleift að víkka rannsóknina út.<ref name="publicoes">{{cite web|url=http://www.publico.es/422596/tangentopoli-una-transicion-incompleta|title=Tangentopoli, una transición incompleta|author=Daniel del Pino para Público.es|accessdate=14 january 2014}}</ref>
 
==Útvíkkun rannsóknarinnar==
[[5. apríl]] [[1992]] voru haldnar þingkosningar á Ítalíu. Kristilegir demókratar og sósíalistaflokkurinn misstu töluvert fylgi en stjórnin hélt naumlega velli. Atkvæði kjósenda dreifðust mikið, t.d. á hið nýstofnaða [[Norðurbandalagið|Norðurbandalag]], og erfitt reyndist að mynda starfhæfa stjórn. [[22. apríl]] voru átta stjórnendur stórfyrirtækja handteknir í tengslum við rannsóknina, grunaðir um að hafa beitt mútum til að fá verkefni frá [[Ríkisfyrirtæki|ríkisfyrirtækjum]] eins og orkufyrirtækinu [[ENI]]. Í byrjun [[maí]] sama ár var svo farið að óska leyfis [[ítalska þingið|ítalska þingsins]] til að handtaka þingmenn grunaða um spillingu. Einkum sneri þetta að þingmönnum stjórnarflokkanna, en stjórnarandstöðuþingmenn voru líka teknir. Leiðtogar flokkanna reyndu hvað þeir gátu til að hafna allri ábyrgð og skella skuldinni á þá handteknu. Þetta varð síðan til þess að þeir grunuðu voru meira en viljugir til að koma fram með yfirlýsingar gegn eigin flokksleiðtogum og segja þá meðseka. Ástandið á Ítalíu allri var vægast sagt undarlegt. Yfir fimm þúsund af öllum stigum þjóðfélagsins voru tekin til rannsóknar og hver handtakan rak aðra. Smátt og smátt vatt lögreglan ofanaf víðtæku kerfi spillingar og neti mútugreiðslna meðal stórfyrirtækja, ríkisforstjóra, ráðherra og þingmanna.<ref>[http://www.nytimes.com/1993/03/03/world/web-scandal-special-report-broad-bribery-investigation-ensnaring-elite-italy.html?pagewanted=all New York Times:Web of Scandal: A special report.; Broad Bribery Investigation Is Ensnaring the Elite of Italy, 3. March 1993]</ref>
 
==Dómaramorðin í Palermó==
''Mani pulite'' hófst vegna þess sem að mörgu leyti eru sérstakar aðstæður á Ítalíu þar sem dómsvaldið getur hafið rannsókn fyrir eigið frumkvæði. Ríkis[[saksóknari|saksóknaraembættið]] er hluti dómsvaldsins undir eftirliti framkvæmdavaldsins og saksóknarar njóta sömu réttinda og dómarar. [[Aðgreining valds]] er mjög djúpstæð í kerfinu og það eina sem tengir á milli [[Þrjár greinar ríkisvaldsins|þriggja greina ríkisvaldsins]] (að minnsta kosti samkvæmt kenningunni) eru [[stjórnarskrá]]in og [[forseti lýðveldisins]], sem er „fulltrúi einingar þjóðarinnar“ og „vörður stjórnarskrárinnar“. Dómarar eru kjörnir af öðrum dómurum og nefndum á vegum dómsvaldsins á grundvelli formlegra hæfniskrafna. Þetta hefur gefið tilefni til ásakana um að dómsvaldið reki (vinstrisinnaða) stjórnmálastefnu í andstöðu við framkvæmdavaldið (kenningin um „rauðu hempurnar“). Þessar ásakanir hafa verið uppistaðan í gagnrýni á réttarhöldin og rannsóknina. Craxi varði sig með þessu allt þar til hann lést í útlegð árið [[2000]] og Berlusconi hefur haldið þessu sjónarmiði á loft í hvert sinn sem hann hefur staðið frammi fyrir grun um spillingu.
 
==Tilvísanir==
{{reflist}}
 
==Viðbótarlesning==
* Burnett, Stanton H./Mantovani, Luca: ''The Italian Guillotine: Operation Clean Hands and the Overthrow of Italy's First Republic'', Rowman & Littlefield, Lanham 1998, ISBN 0-8476-8877-1
* Mammarella, Giuseppe. ''Historia de Europa Contemporánea desde 1945 hasta hoy.'' Ariel, Barcelona, 1996. ISBN 84-344-6582-5
* Stille, Alexander: ''Die Richter: Der Tod, die Mafia und die italienische Republik'', C.H. Beck, München 1997, ISBN 3-406-42303-5
* Stille, Alexander: ''Citizen Berlusconi'', C.H. Beck, München 2006, ISBN 3-406-52955-0
{{Gæðagrein}}
 
8.645

breytingar