Munur á milli breytinga „Rómverska lýðveldið“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
 
[[Rómverska lýðveldið]] var stofnað um [[509 f.Kr.]], samkvæmt því sem seinni tíma höfundar á borð við [[Lívíus]] segja, eftir að [[Tarquinius drambláti]], síðasti konungur Rómar, hafði verið hrakinn frá völdum. Rómverjar ákváðu þá að koma á kerfi þar sem valdhafarnir voru kjörnir í kosningum. Enn fremur voru ýmsar ráðgjafasamkundur og þing stofnaðar. Mikilvægustu embættismennirnir voru ræðismenn („konsúlar“), sem voru tveir og kjörnir til eins árs í senn. Þeir fóru með framkvæmdavaldið í formi ''[[imperium]]'' eða herstjórnar. Ræðismennirnir kepptu við öldungaráðið, sem var upphaflega ráðgjafasamkunda aðalsins, eða „patríseia“, en óx bæði að stærð og völdum er fram liðu stundir. Meðal annarra embættismanna lýðveldisins má nefna dómara (''praetor''), [[Edíll|edíla]] og gjaldkera (''quaestor''). Í upphafi gátu einungis aðalsmenn gegnt embættum en seinna gat almúgafólk, eða [[plebeiar]], einnig gegnt embættum.<ref>Lívíus, ''Ab Urbe Condita'' (= ''Frá stofnun borgarinnar''), II.</ref>
 
Rómverjar náðu hægt og bítandi völdum yfir öllum öðrum þjóðum á Ítalíu-skaganum, þar á meðal Etrúrum. Síðasta hindrunin í vegi fyrir algerum yfirráðum Rómverja á Ítalíu var gríska nýlendan [[Tarentum]], sem leitaði aðstoðar hjá [[Pyrrhus frá EpírusPyrrhos|Pyrrhusi konungi frá Epírus]] árið [[282 f.Kr.]], en mótstaðan var til einskis. Rómverjar tryggðu yfirráð sín með því að stofna eigin nýlendur á mikilvægum stöðum og héldu stöðugri stjórn sinni á svæðinu.
 
[[Mynd:Marius Carthage.jpg|thumb|left|110px|[[Gaius Marius]], rómverskur herforingi og stjórnmálamaður sem endurskipulagði [[Rómverski herinn|rómverska herinn]].]]
725

breytingar