„Epírus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Flokkun
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Epírus''' er landfræðilegt og sögulegt hérað milli [[Grikkland]]s og [[Albanía|Albaníu]] og skiptist nú milli þessara tveggja ríkja. Það liggur frá [[Pindusfjöll]]um í austri til [[Jónahaf]]s í vestri með strönd sem nær frá [[Vlorë-flói|Vlorë-flóa]] að [[Ambrakikosflói|Ambrakikosflóa]] í suðri. Albaníuhluti Epírus er í sýslunum [[Gjirokastër-sýsla|Gjirokastër]], [[Vlorë-sýsla|Vlorë]] og [[Beratsýsla|Berat]] en Grikklandshlutinn er héraðið [[Epírus (hérað)|Epírus]]. Stærsta borg héraðsins er [[Jóannína]] með rúmlega 100.000 íbúa en [[Gjirokastër]] er stærsta borgin Albaníumegin.
 
Epírus er fjalllent hérað. Þar bjuggu grísku ættbálkarnir [[Kaónar]], [[Mólossar]] og [[Þesprotar]] og þar var véfréttin í [[Dódóna]]. [[Epírus (ríki)|Epírus]] varð sérstakt ríki [[370 f.Kr.]] [[PyrrosPyrrhos|Pyrrhos af Epírus]] varð frægur fyrir hernað sinn gegn [[Rómaveldi]] sem er uppruni hugtaksins „[[Pyrrosarsigur]]“. Epírus varð hluti af Rómaveldi ásamt öðrum ríkjum Grikklands [[146 f.Kr.]] Síðar varð það hluti af [[Býsantíum]].
 
Eftir fall [[Konstantínópel]] í [[Fjórða krossferðin|Fjórðu krossferðinni]] varð Epírus aftur sjálfstætt um stutt skeið en [[Tyrkjaveldi]] lagði héraðið undir sig á 15. öld. Epírus varð sjálfstætt í upphafi 19. aldar undir stjórn [[Alí Pasja af Jóannína]] en Tyrkjaveldi endurheimti yfirráð sín 1821. Eftir [[Balkanstyrjaldirnar]] og [[Fyrri heimsstyrjöld]] skiptist héraðið milli Albaníu og Grikklands.