Munur á milli breytinga „Mani pulite“

m
Vélmenni: breyti texta (-[[Image: +[[Mynd:)
m
m (Vélmenni: breyti texta (-[[Image: +[[Mynd:))
[[ImageMynd:Italian_coa.png|right|200px| ]]
'''Mani pulite''' ([[ítalska]]: ''hreinar hendur'') er heiti á röð [[réttarhöld|réttarhalda]] sem komu í kjölfarið á [[Rannsóknardómari|rannsókn]] [[dómsvald]]sins á [[Ítalía|Ítalíu]] á spillingu í ítölskum [[stjórnmál]]um á árunum [[1992]] og [[1993]]. Það kerfi [[Mútur|mútugreiðslna]] og [[spilling]]ar hjá stjórnmálamönnum og aðilum í atvinnulífinu sem rannsóknin leiddi í ljós var kallað '''Tangentopoli''' (''Mútuborgin'') af fjölmiðlum. Réttarhöldin leiddu til endaloka [[stjórnarflokkur|stjórnarflokkanna]] tveggja, [[Kristilegi demókrataflokkurinn (Ítalía)|kristilegra demókrata]] (sem hafði setið í öllum [[ríkisstjórn]]um Ítalíu frá [[Síðari heimsstyrjöld|stríðslokum]]) og [[Ítalski sósíalistaflokkurinn|Ítalska sósíalistaflokksins]]. Nær heil kynslóð ítalskra stjórmálamanna hvarf af vettvangi í kjölfarið, sem meðal annars ruddi brautina fyrir fyrsta [[Kosningar|kosningasigur]] [[Silvio Berlusconi|Silvios Berlusconis]] árið [[1994]].
 
'''Tangentopoli''' gekk út á það að stjórnmálaflokkar skiptu með sér embættum og stöðum hjá [[Hið opinbera|hinu opinbera]] eftir ákveðnu kerfi sem átti að tryggja þeim stöðuveitingar sem væru nokkurn veginn í samræmi við fylgi. Þetta olli því að oft völdust óhæfir einstaklingar til að gegna stöðum hjá ítalska ríkinu og í [[ríkisfyrirtæki|ríkisfyrirtækjum]]. Þessir einstaklingar lentu auk þess í aðstöðu sem gerði þeim kleift að hagnast persónulega á „greiðum“ við einstaklinga og fyrirtæki. Einn meðlimur Ítalska sósíalistaflokksins orðaði það svo að „munkarnir eru ríkir, en klaustrið fátækt“ (sem er umsnúningur á því sem sagt var um [[Regla heilags Frans|reglu heilags Frans]] á [[Miðaldir|miðöldum]]).
 
[[ImageMynd:Euro_symbol_black.svg|150px|right| ]]
Stjórnmálaástandið á Ítalíu frá stríðslokum einkenndist af því sem fréttaskýrendur kölluðu „stöðugan óstöðugleika“. Ríkisstjórnir sátu að meðaltali einungis ellefu mánuði, en sami stjórnmálaflokkurinn, Kristilegi demókrataflokkurinn, var samt alltaf stærsti flokkurinn og stýrði öllum ríkisstjórnum, þar sem það þótti óhugsandi að stærsti [[Stjórnarandstaða|stjórnarandstöðuflokkurinn]], [[Ítalski kommúnistaflokkurinn]], kæmist til valda í [[NATO]]-landi. Stjórnin var að nafninu til vinstri-miðjustjórn, en eina raunverulega stjórnarandstaðan var vinstra megin við hana. Á hægri vængnum voru litlir öfgaflokkar eins og [[Þjóðfélagshreyfing Ítalíu]] (''Movimento sociale italiano'' - ''MSI'') sem kenndu sig við [[nýfasismi|nýfasisma]].
 
 
==Craxi flýr land==
[[ImageMynd:Craxi coins.jpg|thumb|right|Peningum kastað í Craxi í Róm]]
Eftir því sem rannsókninni miðaði jukust líkurnar stöðugt á því að Bettino Craxi yrði handtekinn. Bettino Craxi var í huga almennings nokkurs konar [[táknmynd]] spillingarinnar í ítölskum stjórnmálum. Um alla Róm mátti lesa [[veggjakrot]] á við „''Dentro Bettino, fuori il bottino''“ („Inn með Bettino, út með þýfið“). Álit almennings á Craxi lýsti sér vel í mótmælum þegar hann kom eitt sinn út af hótelinu þar sem hann bjó í Róm og mannfjöldinn fyrir utan henti í hann smápeningum og söng „''Bettino, prendi anche queste''“ („Bettino, taktu þessa líka“) við lagið [[Guantanamera]]. Í [[maí]] flýði hann land og flutti í glæsihýsi sitt í [[Hammamet]] í [[Túnis]].
 
==Stríðið milli Berlusconis og Di Pietro==
[[ImageMynd:Berlusconi_small2.jpg|frame|right|Silvio Berlusconi. ]]
Nú hófst hálfgert stríð milli [[framkvæmdavald]]sins og dómsvaldsins. Öðrum megin voru dómararnir að rannsaka fjárreiður [[Fininvest]], fyrirtækjasamsteypu forsætisráðherrans, og á móti sendi ríkisstjórnin skoðunarmenn sína inn á skrifstofur dómaranna til að leita að merkjum um óreiðu og spillingu. Brátt komu fram ásakanir á hendur Di Pietro sem urðu til þess að hann sagði af sér embætti dómara. Árið eftir leiddi opinber rannsókn til þess að hann var hreinsaður af áburðinum. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum, fyrst sem óflokksbundinn í stjórn [[Romano Prodi|Romanos Prodis]] ([[1996]]-[[1998]]) og síðan með sína eigin stjórnmálahreyfingu: [[Italia dei Valori]].
 
14.478

breytingar