„Martröð á jólanótt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rachmat04 (spjall | framlög)
tenglar
Lína 15:
|klipping = Stan Webb
|kvikmyndagerð = Pete Kozachik
|meginhlutverk = [[Chris Sarandon]]<br />[[Danny Elfman]]<br />[[Catherine O'Hara]]<br />[[William Hickey]]<br />[[Glenn Shadix]]<br />[[Paul Reubers]]<br />[[Ken Page]]<br />[[Ed Ivory]]
|dreifingaraðili = [[Buena Vista]]
|fyrirtæki = [[Touchstone Pictures]]
Lína 29:
Burton krotaði myndir og var fljótlega kominn með þá mynd af Jóa sem honum líkaði. Burton fannst mjög spennandi að gera myndina úr nokkurskonar brúðum með svokallaðri [[stop-motion]] aðferð, en þar eru brúðurnar færðar agnarögn milli myndatöku þannig að útkoman verður hreyfimynd.En Burton fannst hann ekki alveg hæfur til að beint leikstýra myndinni, svo að eftir að hafa fengið [[Disney]] til að framleiða myndina, lét hann vini sínum, [[Henry Selick]] leikstjórnartitilinn í té.
 
[[Caroline Thompson]] skrifaði handritið að myndinni. Við handritinu tók hæfileikaríkur hópur teiknara, myndlistamanna, leikmyndahönnuða, vírgrindagerðarmanna, brúðugerðarmanna, hreyfifræðinga, myndatökumanna og tæknibrellumanna.
 
Myndin er sett upp sem [[söngleikur]], en ólíkt við aðra söngleiki þar sem tónlistaratriðinum er skeytt inn í myndina aðeins til að skreyta hana en ekki til að bæta við söguþráðinn, þá væri ''Martröð á jólanótt'' illskiljanleg ef að lögin væru með öllu klippt út úr henni. [[Danny Elfman]] samdi alla tónlist og lagatexta í verkinu. Upphaflega átti Danny ekki að gera textana líka en var svo ákafur að hann bara slysaðist óvart til að gera það. Á endanum fór það svo til Elfman söng fyrir einnig Jóa (en talsetti annars ekki fyrir hann).