„Rannveig Rist“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ný síða: '''Rannveig Rist''' (f. 9. maí 1961) er íslenskur verkfræðingur og forstjóri Álversins í Straumsvík. Ráðning Rannveigar í forstjór...
 
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Rannveig Rist''' (f. [[9. maí]] [[1961]]) er íslenskur [[verkfræðingur]] og forstjóri [[Álverið í Straumsvík|Álversins í Straumsvík]]. Ráðning Rannveigar í forstjórastarfið markaði tímamót því það mun hafa verið í fyrsta skipti sem kona var ráðin í starf forstjóra hjá iðnfyrirtæki af þessari stærðargráðu á Íslandi.<ref>Erla Hulda Halldórsdóttir; Guðrún Dís Jónatansdóttir (1998). [https://baekur.is/bok/000021526/0/70/Artol_og_afangar_i_sogu „Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna“] (skoðað 24. júní 2019)</ref>
 
Foreldrar Rannveigar voru [[Sigurjón Rist]] vatnamælingamaður og kona hans María Sigurðardóttir [[viðskiptafræðingur]] og [[kennari]] en María var fyrst kvenna á Íslandi til að ljúka námi í viðskiptafræði frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]]. Eignmaður Rannveigar er Jón Heiðar Ríkharðsson verkfræðingurvélaverkfræðingur og eiga þau þrjú börn.
 
== Nám ==
Lína 7:
 
== Starfsferill ==
Rannveig starfaði meðfram námi við vatnamælingar en einnig hjá [[Landsvirkjun]] og Hraðfrystihúsinu á [[Patreksfjörður|Patreksfirði]]. Að loknu námi í vélvirkjun var hún í nokkur ár vélstjóri til sjós m.a. á togurunum Óskari Halldórssyni RE og Guðbjarti ÍS. Árið 1990 hóf Rannveig störf í Álverinu í Straumsvík og sinnti þar ýmsum störfum þangað til hún tók við starfi forstjóra. Hún var m.a. deildarstjóri öryggis- og umhverfismála, talsmaður fyrirtækisins og forstöðumaður steypuskála þar til hún var ráðin forstjóri fyrirtækisins árið 1996 en hún tók við starfinu í ársbyrjun árið 1997.<ref>Páll Ásgeir Ásgeirsson, [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3177422 „Rannveig“] ''Frjáls verslun'', 57. árg, 5. tbl. 1996 (skoðað 24. júní 2019)</ref>
 
Rannveig hefur um árabil verið með áhrifamestu einstaklingum í íslensku viðskiptalífi.<ref>Visir.is, [https://www.visir.is/g/2014140708895 „Þær hafa mest áhrif á Íslandi“] (skoðað 24. júní 2019)</ref> Hún hefur sinnt fjölda trúnaðar- og stjórnunarstarfa undanfarna tvo áratugi. Árið 1994 var hún kosin af [[Alþingi]] til að gegna formennsku í Lýðveldissjóði frá 1994-2000. Hún var um árabil stjórnarformaður [[Síminn|Símans]] og [[Skipti|Skipta]] hf<ref>Mbl.is, [https://www.mbl.is/frettir/forsida/2010/02/01/rannveig_stjornarformadur_skipta/ „Rannveig stjórnarformaður Skipta“] (skoðað 24. júní 2019)</ref> og sat í stjórn [[HB Grandi|HB Granda]] en sagði sig úr stjórninni vegna óánægju með brottrekstur framkvæmdastjóra fyrirtækisins frá félaginu.<ref>Frettabladid.is, [https://www.frettabladid.is/markadurinn/rannveig-rist-segir-sig-ur-stjorn-hb-granda/ „Rannveig Rist segir sig úr stjórn HB Granda“] (skoðað 24. júní 2019)</ref> Hún hefur setið í stjórn [[Viðskiptaráð Íslands|Viðskiptaráðs Íslands]], [[Samtök atvinnulífsins|Samtaka atvinnulífsins]] og verið stjórnarformaður Samáls, samtaka álframleiðenda um árabil. Hún sat í stjórn [[Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis|Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis]] (SPRON) á árunum fyrir [[Bankahrunið á Íslandi|hrun íslenska bankakerfisins]] árið 2008.
Lína 16:
== Viðurkenningar ==
1996 - Útnefnd Kona ársins hjá tímaritinu [[Nýtt líf (tímarit)|Nýtt líf.]]<ref>[https://www.mbl.is/greinasafn/grein/302095/ „Rannveig Rist kona ársins“], ''Morgunblaðið'', 3. desember 1996 (skoðað 24. júní 2019)</ref>
 
1996 - Maður ársins hjá Stöð 2.<ref name=":0">Pétur Ástvaldsson, ''Samtíðarmenn J-Ö'', bls. 676-677 (Reykjavík, 2003)</ref>
 
1998 - Heiðursmerki Verkfræðingafélags Íslands.<ref name=":0" />
 
1999 - Riddarakross [[Hin íslenska fálkaorða|Hinnar íslensku fálkaorðu]] fyrir stjórnunarstörf í atvinnulífinu.<ref>Forseti.is, [https://www.forseti.is/falkaordan/orduhafaskra/ „Orðuhafaskrá“] (skoðað 24. júní 2019)</ref>