Munur á milli breytinga „Davíð Oddsson“

m
ekkert breytingarágrip
m
*Meðan Davíð Oddsson var forsætisráðherra og síðar Seðlabankastjóri var hann oft skopskældur í [[Spaugstofan|Spaugstofunni]], en sá sem lék hann oftar en aðrir var [[Örn Árnason]]. Oft var einnig gert grín að Davíð í [[Áramótaskaup]]um Sjónvarpsins, eins og [[Áramótaskaup 2001|árið 2001]], t.d. með laginu „Dabbi kóngur“ ([http://www.youtube.com/watch?v=Mywc_HvihXU&mode=related&search=%C3%81ram%C3%B3taskaup%20Sj%C3%B3nvarpsins%20aramotaskaup sjá myndband]) og [[Áramótaskaup 2002|árið 2002]].
* Á ársfundi [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]] [[2007]] lofaði Davíð viðbrögð bankanna við mótbyr á árinu 2006, en sagði að hitt stæði þó auðvitað eftir að mönnum væru nú ljósari en áður þær hættur sem gætu leynst í framtíðinni. „Alþjóðleg skilyrði á markaði geta breyst snögglega. Lánsfjáraðgengi, sem á undanförnum misserum hefur verið með eindæmum hagfellt fyrir íslenska banka sem og aðra, kann að breytast skyndilega við óvæntar aðstæður. Mikilvægt er að vera við því búinn að slíkt geti gerst.“<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1137635 Þjóðarbúið senn á sléttari sjó; af mbl.is 31. mars 2007]</ref>
* Í nóvember [[2007]] hélt Davíð ræðu á fundi [[ViðskiptaráðsViðskiptaráð Íslands|Viðskiptaráðs]].<ref>[http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=5474 Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands] 6. nóvember 2007</ref> Þar varði hann vaxtahækkun [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka]] og tilvistarrétt krónunnar, auk þess að gagnrýna þenslu hins opinbera, skattalækkanir, launaskrið og breytingar á húsnæðislánamarkaði. Loks benti Davíð á að þó að margt væri jákvætt við útrás íslenskra fyrirtækja væru tvær hliðar á þeirri sögu:<ref>[http://www.vi.is/um-vi/frettir/nr/599/ Ræða Davíðs Oddssonar - Fréttir - Viðskiptaráð Íslands]</ref> „Hin hliðin á útrásinni er þó sú og framhjá henni verður ekki horft, að Ísland er að verða óþægilega skuldsett erlendis. [...] Allt getur þetta farið vel, en við erum örugglega við ytri mörk þess sem fært er að búa við til lengri tíma.“ Gagnrýni á ræðuna kom víða fram og lýsti til dæmis [[Björn Ingi Hrafnsson]], borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, því yfir á fundi í borgarstjórn Reykjavíkur að með ræðunni væri fundinn „byltingarforingi“ í seðlabankastjóra.<ref>[http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/11/06/bjorn_ingi_kannski_er_byltingarforinginn_fundinn/ Björn Ingi: Kannski er byltingarforinginn fundinn] mbl.is 6. nóvember 2007</ref>
* Í apríl [[2008]] flutti Davíð ræðu á ársfundi Seðlabankans. Á fundinum varði hann hátt vaxtastig bankans, gagnrýndi að há ríkisútgjöld sem ýttu undir þenslu, skuldasöfnun þjóðarbúsins og þá þá ríkjandi skoðun að einungis tímabundið vantraust ríkti á markaði og „ódýra fjármagnið hlyti því að leysast úr læðingi á ný og himnaríkis Paradísarsæla umlykja markaðinn“. Sagði Davíð að þótt „dæmi sögunnar sanni að markaðurinn sé ólíkindatól, er hætt við að vinningshlutfallið í biðinni og voninni sé lakara en í Lottóinu. Því er rétt að ganga út frá því sem vísu, að ástandið muni lítið lagast í bráð og þótt það kunni að lagast fari því fjarri að allt verði eins og áður. Hafi menn ekki þegar tekið sér tak er ekki lengur neins að bíða. Leita þarf allra leiða til að styrkja lausafjárstöðu fyrirtækjanna, ekki síst fjármálafyrirtækjanna og samhliða þarf að skoða markaðsmódelin rækilega upp á nýtt. Það má segja að á knattspyrnumáli myndi þetta þýða, að nú sé rétt að pakka í vörn og láta sér nægja marksvon með hraðaupphlaupi ef tækifæri bjóðast þrátt fyrir allt. Þótt ýkt bölsýni sé auðvitað til óþurftar er jafn vont eða verra að gylla stöðuna fyrir sjálfum sér og almenningi og gefa til kynna að einhvers konar töfraleið sé til út úr þessum vanda. “Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani”, sagði þar.“ Sagði Davíð hitt vera annað mál að borið hefði á vafasamri hegðun á alþjóðlegum mörkuðum og nefndi meðal annars dæmi um „rógsherferð“ gegn breska HBOS bankanum. Sagði hann að „sú atlaga sem þessa dagana er gerð að íslenskum bönkum og íslenska ríkinu, en tryggingarálög á það hækkuðu í dag í yfir 400 punkta sem er fráleitt, lykta[ði] óþægilega af því að óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið. Þeim mun ekki takast það. En til álita hlýtur að koma að gera alþjóðlega opinbera rannsókn á slíku tilræði við heilbrigð fjármálakerfi.“ Í niðurlagi ræðunnar sagði Davíð: „Gjaldeyrisforði bankans hefur aldrei verið stærri en nú og eigið fé Seðlabankans aldrei hærra. Á móti er bent á að bankarnir hafi stækkað mikið og því sé forðinn hlutfallslega minni en áður, eins og það er orðað. Rétt er að athuga að bankar hér sem annars staðar reka starfsemi sína á eigin ábyrgð og þurfa að sýna fyrirhyggju og trausta áhættustýringu. Samkvæmt yfirlýsingu þeirra sjálfra sem Fjármálaeftirlitið hefur ekki gert athugasemdir við, er fjármögnunarstaða þeirra síst lakari en sambærilegra erlendra banka. Þeir þurfa því ekki að leita á óhagstæða lánamarkaði á undan öðrum. Hinu er ekki að neita að heildarskuldir þjóðarbúsins eru of háar og má rekja þær til ákvarðana fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja á markaði.“<ref>[http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1704 Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans] 28. mars 2008</ref>
* Davíð kom í viðtal í [[Kastljós]]i [[RÚV]] [[25. febrúar]] [[2009]] og ræddi m.a. aðkomu sína og Seðlabankans að [[bankahrunið|bankahruninu]].
[[Flokkur:Varaformenn Sjálfstæðisflokksins]]
[[Flokkur:Þingmenn Sjálfstæðisflokksins]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Íslands]]
1.653

breytingar