Munur á milli breytinga „Sigurður A. Magnússon“

ekkert breytingarágrip
'''Sigurður A. Magnússon''' (fæddur árið[[31. mars]] [[1928]], dáinn í[[2. apríl]] [[2017]]) var íslenskur rithöfundur, þýðandi og, ritstjóri, gagnrýnandi og blaðamaður. Hann samdi ljóð, leikrit, ferðabækur, minningarbækur og smásögur.
 
Árið 1953 kom út fyrsta bók hans, ferðabókin ''Grískir reisudagar'' en árið [[1961]] kom út skáldsaga hans ''Næturgestir''. Þekktastur er Sigurður fyrir skáldlega [[sjálfsævisaga|sjálfsævisögu]] í nokkrum bindum en fyrsta bindið er bókin ''Undir kalstjörnu'' sem kom út árið [[1979]]. Sú bók fékk [[menningarverðlaun DV]] árið 1980.
 
Sigurður lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1948 og lærði [[guðfræði]], [[Gríska|grísku]], [[Trúarbragðasaga|trúarbragðasögu]] og [[bókmenntir]] við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]], [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] og háskólann í [[Aþena|Aþenu]]. Hann lauk BA-prófi í samanburðarbókmenntum frá The New School for Social Research í [[New York-borg|New York]] árið 1955. Hann vann lengi við blaðamennsku hérlendis og hjá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]]. Hann var meðal annars blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] frá 1956-1967, ritstjóri [[Lesbók Morgunblaðsins|Lesbókar Morgunblaðsins]] frá 1962-1967 og [[Samvinnan|Samvinnunnar]] 1967-1974. Sigurður var meðal annars formaður [[Rithöfundasamband Íslands|Rithöfundasambands Íslands]], Norræna rithöfundaráðsins og [[Amnesty International|Íslandsdeildar Amnesty International]]. Hann var í dómnefnd [[Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs|Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs]] um níu ára skeið. Sigurður skrifaði mikið um þjóðfélagsmál og menningu.<ref>[http://www.ruv.is/frett/sigurdur-a-magnusson-latinn Sigurður A. Magnússon látinn] Rúv, skoðað 10. apríl, 2017</ref><ref>Bokmenntaborgin.is, [https://www.bokmenntaborgin.is/bokmenntavefur/hofundar/sigurdur-magnusson „Sigurður A. Magnússon“] (skoðað 24. júní 2019)</ref>
 
== Heimild ==
[[Flokkur:Fólk dáið árið 2017]]
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
<references />
[[Flokkur:Íslenskir blaðamenn]]
[[Flokkur:Íslenskir ritstjórar]]
[[Flokkur:Íslenskir þýðendur]]
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]]
2.525

breytingar