„Nadia Murad“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 35:
Í september árið 2016 lýsti Murad yfir stofnun samtakanna Nadia's Initiative á samkomu í boði [[Tina Brown|Tinu Brown]] í [[New York (borg)|New York]]. Samtökin munu aðstoða og tala máli fórnarlamba þjóðarmorða. Sama mánuð var Murad útnefnd góðgerðarsendi­herra Sam­einuðu þjóðanna í mál­efn­um fórn­ar­lamba man­sals.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/09/16/fornarlamb_mansals_gert_ad_godgerdarsendiherra/|titill=Fórn­ar­lamb man­sals gert að góðgerðarsendi­herra|safnslóð=|safnár=|safnmánuður=|höfundur=|eftirnafn=|fornafn=|höfundatengill=|meðhöfundar=|ár=2016|mánuður=16. september|ritstjóri=|tungumál=|snið=|ritverk=|bls=|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=6. október|árskoðað=2018|tilvitnun=}}</ref>
 
Þann 3. maí árið 2017 hitti Murad [[Frans páfi|Frans páfa]] og erkibiskupinn [[Paul Gallagher]] í [[Vatíkanið|Vatíkaninu]]. Á fundi þeirra bað Murad um hjálp fyrir Jasída sem enn eru í ánauð íslamska ríkisins, viðurkenndi stuðning Vatíkansins við minnihlutahópa, ræddi möguleikann á sjálfstjórnarsvæði minnihlutahópa í Írak, og lagði áherslu á áskoranir sem trúarbrot innan Írak og Sýrlands stæðu frammi fyrir, sérstaklega fólk sem hefði glatað heimilum sínum.
 
Murad birti sjálfsævisögu sína, ''The Last Girl: My Story of Captivity, and My Fight Against the Islamic State'', þann 7. nóvember 2017.