„Emil Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 8:
==Æviágrip==
Emil var sonur Þórðar J. Thoroddsens héraðslæknis í [[Keflavík]] og Önnu Pétursdóttur Gudjohnsen. Þórður, faðir Emils, er sonur skáldsins Jóns Thoroddsen en því kyni hafa fylgt óvenjulegir hæfileikar og sterkt ættarmót. Raunar voru báðir afar Emils listamenn; [[Pétur Gudjohnsen]] var organisti í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá voru honum náskyldir tónskáldin [[Jón Leifs]] og [[Skúli Halldórsson]] ásamt [[Bjarni Böðvarsson|Bjarna Böðvarssyni]] hljómsveitarstjóra, föður [[Ragnar Bjarnason|Ragnars Bjarnasonar]], og Þorvaldur Bjarnason.
 
 
 
Emil lauk stúdentsprófi við [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]] árið 1917 og fór eftir það í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] þar sem hann lagði stund á listasögu og málaralist. Hann varð cand. phil. árið 1918. Emil hafði lært [[myndlist]] hjá [[Ásgrímur Jónsson|Ásgrími Jónssyni]] sem unglingur og margir töldu að hann myndi fara í myndlistarnám, en frá 1921 til 1925 var hann í [[tónlist]]arnámi í [[Leipzig]] og [[Dresden]]. Eftir dvalir sínar erlendis sneri hann heim og gerðist hljómsveitarstjóri við [[Leikfélag Reykjavíkur]]. Hann þýddi þó nokkuð af leikverkum fyrir leikfélagið auk þess sem hann starfaði sem myndlistargagnrýnandi og tónlistargagnrýnandi ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]'' frá 1926 til 1933<ref>{{vefheimild|höfundur=Baldur Andrésson|ritverk=Tónlistarsaga Reykjavíkur|titill=Emil Thoroddsen (1898 - 1944)|url=http://www.musik.is/Baldur/TsagaRvk/1900-1930/til1930_13.html|mánuðurskoðað=18. desember|árskoðað=2014}}</ref>. Ennfremur var Emil einn af stofnendum Tónlistarfélags Reykjavíkur.