Munur á milli breytinga „Emil Thoroddsen“

ekkert breytingarágrip
'''Emil Thoroddsen''' ([[16. júní]] [[1898]] – [[7. júlí]] [[1944]]) var [[tónskáld]], [[píanó]]leikari, [[leikskáld]], [[myndlistamaður]], [[gagnrýnandi]] og [[þýðandi]].
 
Emil var einn af aðalhvatamönnum að stofnun [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Knattspyrnufélagsins Víkings]] en stofnfundur félagsins fór fram í kjallaranum á heimili hans að Túngötu 12.
 
Hann var helsti listgagnrýnandi ''[[Morgunblaðið|Morgunblaðsins]]'' frá 1926-1933 og starfaði við [[Ríkisútvarpið]] frá stofnun þess 1930. Þekktustu lög hans eru „[[Íslands Hrafnistumenn]]“, sem síðar varð innblásturinn að nafni dvalarheimilis aldraðra sjómanna, og „[[Hver á sér fegra föðurland]]“, sem hann samdi við ljóð [[Hulda (skáld)|Huldu]] og var frumflutt á [[Lýðveldishátíðin 1944|Lýðveldishátíðinni 1944]], skömmu áður en hann lést úr [[lungnabólga|lungnabólgu]], langt fyrir aldur fram.
Óskráður notandi