Munur á milli breytinga „Frá stofnun borgarinnar (rit)“

Hlekkur
m (Þjarkur færði Frá stofnun borgarinnar á Frá stofnun borgarinnar (rit) án þess að skilja eftir tilvísun)
(Hlekkur)
 
[[Mynd:Titus_Livius.png|thumb|right|[[Titus Livius]]]]
'''''Frá stofnun borgarinnar''''' (á [[Latína|latínu]] '''''Ab Urbe condita''''') er mikilvægt rit um sögu [[Róm]]ar eftir [[Rómaveldi|rómverska]] sagnaritarann [[Titus Livius]]. Livius segir sögu Rómar frá [[Stofnun Rómar|stofnun borgarinnar]] ([[753 f.Kr.]]) til samtíma síns í 142 bókum. Fyrstu bækurnar komu út á árunum [[27 f.Kr.|27]] til [[25 f.Kr.]] 35 bækur eru varðveittar auk útdrátta úr öðrum bókum.
 
Fyrsta bók hefst á komu [[Eneas]]ar til [[Ítalía|Ítalíu]] og segir frá [[Rómúlus og Remus|Rómúlusi og Remusi]] og [[stofnun Rómar]], [[Rómverska konungdæmið|rómverska konungdæminu]], afnámi þess og kjöri [[Lucius Junius Brutus|Luciusar Juniusar Brutusar]] og [[Lucius Tarquinius Collatinus|Luciusar Tarquiniusar Collatinusar]] sem ræðismanna árið [[509 f.Kr.]] Bækur II-X fjalla um sögu [[Rómverska lýðveldið|rómverska lýðveldisins]] fram að [[Samnítastríðin|Samnítastríðunum]]. Bækur XXI-XLV fjalla um [[annað púnverska stríðið]] og enda á stríðinu gegn [[Perseifur frá Makedóníu|Perseifi frá Makedóníu]].
 
Efni annarra bóka er einungis þekkt úr útdráttum frá [[4. öld]], að undanskildum 136. og 137. bók. Útdrættirnir voru þó gerðir úr styttri útgáfu ritsins, sem nú er glatað. Papýrusbrot með samskonar útdráttum úr bókum 37-40 og 48-55 fundust nærri [[Egyptaland|egypska]] bænum [[Oxyrhynchus]]. Þau eru nú í [[British Museum]]. Útdrættirnir frá Oxyrhynchus eru illa farnir.
 
Bækur XLVI-LXX fjalla um tímann fram að [[Bandamannastríðið|Bandamannastríðinu]] árið [[91 f.Kr.]] Valdatíð [[Súlla|Súllu]] árið [[81 f.Kr.]] er lýst í bók 89 og í bók 103 segir frá fyrsta ræðismannsári [[Júlíus Caesar|Júlíusar Caesars]]. Bók 142 lýkur eftir dauða [[Nero Claudius Drusus|Neros Claudiusar Drususar]] árið [[9 f.Kr.]]
 
Fyrstu tíu bækurnar ná yfir 500 ára langt tímabil en þegar kemur að [[1. öld f.Kr.]] fjallar Livius um u.þ.b. eitt ár í hverri bók.
 
== Tengt efni ==
{{Wikisource|Ab Urbe Condita libri|Ab Urbe Condita}}