Munur á milli breytinga „Stefán frá Hvítadal“

Aðgr
(Bætti við legstað)
Merki: Farsíma breyting Breyting frá farsímavef
(Aðgr)
'''Stefán Sigurðsson''' ([[11. október]] [[1887]][[7. mars]] [[1933]]<ref>http://www.islendingabok.is/</ref>) var [[Ísland|íslenskt]] [[ljóðskáld]] sem er einna þekktastur undir [[listamannsnafn]]inu '''Stefán frá Hvítadal''' en hann kenndi sig við [[Hvítadalur|Hvítadal]] í [[Dalasýsla|Dalasýslu]].
Stefán var fæddur á [[Hólmavík]] árið [[1887]] og er talinn fyrsti einstaklingurinn sem fæddist þar sem þorpið Hólmavík stendur núna. Foreldrar hans voru ''Sigurður Sigurðsson'', snikkari og kirkjusmiður, og ''Guðrún Jónsdóttir'' sem lengst bjuggu á [[Fell í Kollafirði|Felli]] í [[Kollafjörður á Ströndum|Kollafirði]].
 
Fyrstu æviárin dvaldi Stefán að Stóra-Fjarðarhorni í Kollafirði á [[Strandir|Ströndum]] en flutti síðan að Hvítadal í Dalasýslu. Hann fór síðan ungur til [[Reykjavík]]ur, vann sem [[prentari (starf)|prentari]], en átti við veikindi að stríða og missti annan fótinn. Hann kvæntist þar Sigríði Jónsdóttur. Með henni átti hann nokkur börn þar á meðal Erlu. Í Reykjavík samdi hann ljóðið um elstu dóttur sína Erlu, "Erla góða Erla ég á að vagga þér" þá bjó hann að Laufásvegi 9. Hann fluttist síðar aftur í Dalina og bjó þar til æviloka. Stefán lést árið [[1933]]. Hann er jarðaður í Staðarhólskirkjugarði
 
Stefán var berklasjúklingur, hann var lengi veikur og lá á sjúkrahúsi í Noregi árið 1914. Þegar hann hefur legið veikur í allavega 2 mánuði skrifar hann vini sínum Erlendi bréf um að dagar hans séu taldir og að hann sé tilbúinn að kveðja þennan heim. En svo kynnist Stefán hjúkrunarkonu á spítalanum, hann verður yfir sig ástfanginn af henni í kjölfarið fer honum að batna. Stefán var hjúkrunarkonunni Mathilde ævinlega þakklátur og skírði dóttur sína Matthildi eftir henni árið 1922.
 
== Ljóðabækur Stefáns ==
* ''[[Söngvar förumannsins]]'' ([[1918]])
* ''[[Óður einyrkjans]]'' ([[1921]])
* ''[[Heilög kirkja]]'' ([[1924]])
* ''[[Helsingjar]]'' ([[1927]])
 
Seinna birtust kvæði eftir hann í blöðum og tímaritum, þar á meðal ljóðaflokkurinn ''Anno Domini 1930'' í Perlum það ár.