„Axel Andrésson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Hann var sonur Andrésar Andréssonar verslunarmanns og Kristínar Pálsdóttur húsmóður.
Axel heillaðist ungur að knattspyrnu og einlægur íþróttaáhuginn fylgdi honum alla tíð. Hann var aðaldriffjöðurin í starfi [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkings]] um árabil, var kjörinn fyrsti formaður félagsins árið 1908 og gegndi formennsku samfleytt til 1924. Þáásamt þjálfaðiþví að þjálfa marga flokka [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkings]], ásamt því að fara með dómgæslu fyrir hönd félagsins um árabil en hann stofnaði Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur. AxelHann varð síðan aftur formaður Víkings á árunum 1930–1932.
 
Axel var fyrsti knattspyrnudómarinn í Reykjavík og sinnti hann því starfi í um 15 ár. Hann fór með dómgæslu fyrir hönd Víkinga um árabil.
Hann var sá fyrsti til að þreyta dómarapróf í knattspyrnu hjá [[Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands|ÍSÍ - Íþróttasambandi Íslands]] og stofnaði hann Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur. Íþróttir urðu ævistarf Axels og var hann alla tíð talsmaður drengilegra átaka á vellinum og lagði sérstaklega mikið upp úr því að kenna leikmönnum réttar leikreglur. Taldi hann að agi, réttsýni og drengskapur á vellinum fylgdi leikmönnum út í lífið.
Axel hóf sendikennarastarf hjá [[Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands|ÍSÍ]] árið 1941, aðallega sem knattspyrnukennari og þjálfari og hélt íþróttanámskeið um land allt þar sem aðaláherslan var lögð á knattspyrnu og handknattleik, en einnig fléttað inn boðhlaupi og fleiri greinum. Fljótlega mótaði hann sínar eigin kennsluaðferðir sem þóttu nýstárlegar og taka mjög fram fyrri aðferðum í þessum efnum. Urðu kerfi þessi landskunn, kennd við Axel og kölluð Axelskerfin.