„Birtíngur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Skogarpesi (spjall | framlög)
m Lagfæringar á stafsetningu
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
:''Fyrir útgáfufélagið, sjá [[Birtíngur útgáfufélag]].''
{{hreingera}}
Nóvellan '''Birtíngur''', eða ''Candide ou l'Optimisme'' eins og hún nefnist á frummálinu, er frönsk satíra (háðsádeila) rituð árið 1759 af [[Voltaire]], kunnum rithöfundi og heimspekingi frá dögum Upplýsingarinnar[[Upplýsingin|upplýsingarinnar]]. Voltaire var bæði skáld og fræðimaður og ritaði um allt milli himins og jarðar. Hann barðist ötullega gegn harðstjórn, hjátrú, stjórnarkreddum og bábiljum. Mörg verka hans voru rituð í hugmyndafræðilegum tilgangi. Fá rit hans hafa haldið nafni hans jafnkröftuglega á loft og Birtíngur, sem skrifuð var sem andsvar við löghyggju 18. aldar, einkum bjartsýnisheimspeki manna á borð við hinn þýska heimspeking Gottfried Wilhelm Leibniz og því hlutleysi sem slík heimspeki fól í sér. Samkvæmt henni er skynsamleg regla á sköpunarverkinu og vel það, því að guð hlýtur að hafa skapað hinn besta mögulega heim allra hugsanlegra heima, jafnvel þótt íbúar þessa heims komi ekki endilega alltaf auga á það. Eða eins og Altúnga, lærimeistari Birtíngs og ötull fylgismaður þessara kenninga, segir í upphafi verksins: „Maður á að segja að allt sé í allra besta lagi.“ Birtíngur er samfelld háðsádeila á þessa skoðun, þar sem prófessor Altúnga er látinn þylja heimspeki Leibniz í augljósri skopstælingu, þar á meðal frumsetningu hans um hina einhlítu ástæðu, það er að segja að hver hlutur sé til af skynsamlegri ástæðu þar sem að sérhverjum sannindum hnígi skynsamleg rök.
 
[[Halldór Laxness]] íslenskaði Birtíng og kom þýðing hans fyrst út árið 1945. Hún hefur síðan tvisvar sinnum verið endurútgefin af Hinu íslenska bókmenntafélagi í bókaflokknum Lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Hafnarfjarðarleikhúsið setti árið 1996 upp leikgerð byggða á útgáfu Laxness, og Á herranótt, leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, endurtók sama leik árið 2006.
 
== Söguþráður ==
Lína 21 ⟶ 22:
Lykillinn að háðsádeilu Birtíngs felst í kaldhæðnislegri samtvinnun á harmleik og gamansemi. Sagan hvorki ýkir né skreytir hörmungar heimsins, heldur dregur upp myndir af ógnum hans á raunsæjan en þó ævintýralegan hátt. Með þessu móti tekst Voltaire að einfalda flóknar heimspekikenningar og samfélagshefðir og draga þannig fram galla þeirra. Hann skopast að bjartsýni, svo að dæmi sé nefnt, með því að demba fram flaumi af skelfilegum, sögulegum (eða að minnsta kosti trúlegum) atburðum, án þess að þeim virðist fylgja nokkur syndaaflausn eða annað í þeim dúr.
 
=== GarðamótífGarðaminni ===
Margir telja að garðar gegni lykilhlutverki í Birtíngi Voltaires. Í upphafi eru söguhetjur staddar í kastala greifans til Tundertentronk, sem margir hafa litið á sem garð. Þar leikur allt í lyndi og lífið er með besta hugsanlega móti. Þegar Birtíngur er síðan hrakinn þaðan verður samlíkingin við Adam og Evu í sköpunarsögu Biblíunnar nærtæk. Þá kemst Birtíngur undir lok sögunnar að þeirri niðurstöðu að maður verði að rækta garðinn sinn. Söguhetjur hafa þá sjálfar skapað sér sinn eigin garð, hugsanlega sína eigin guðdómlegu paradís.