„Upsakirkja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ahjartar (spjall | framlög)
Bætti inn setningu um Látra-Björgu
Lína 2:
'''Upsir''' í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] eru [[landnámsjörð]] og líklega hefur kirkja verið reist þar fljótlega eftir [[kristnitaka|kristnitöku]]. Fyrstu heimildir um kirkjuna eru í Prestssögu [[Guðmundur Arason|Guðmundar Arasonar]], en hann var [[prestur]] á Upsum skamman tíma [[1196]]. Upsakirkja var lögð af er [[Dalvíkurkirkja]] var reist og síðan var hún rifin. Þó stendur gamla forkirkjan enn í kirkjugarðinum miðjum og kallast Upsakapella. Kirkjan var reist eftir [[Kirkjurokið]] mikla aldamótaárið 1900. Kirkjan sem áður stóð á Upsum var reist [[1853]], þetta var timburkirkja en fyrrum var torfkirkja á staðnum. Tveimur árum síðar fengu menn reynslu af því timburhúsum var hættara í hvassviðri en gömlu torfhúsunum því þá fauk þessi nýja kirkja af grunni sínum og stórskemmdist. Hún var þó endurreist og stóð óhögguð þar til Kirkjurokið reið yfir þann [[20. september]] árið [[1900]]. Þá lyftist hún af grunni sínum á ný og brotnaði í spón úti á túni og munir hennar margir stórskemmdust. Þeirra á meðal voru margir kjörgripir t.d. [[Ufsakristur|Upsakristur]] sem er forn [[róðukross]] úr kaþólskum sið, merkileg [[altaristafla]] frá 18. öld eftir Hallgrím Jónsson, einn merkasta myndlistarmann sinnar tíðar, og nýleg altaristafla máluð af [[Arngrímur Gíslason málari|Arngrími málara]]. Mynd Arngríms eyðilagðist með öllu en Upsakristur og altaristafla Hallgríms og fleiri munir voru seldir Forngripasafninu í Reykjavík til fjáröflunar fyrir nýja kirkju. Fengust 31 kr. fyrir, sem virðist furðulega lág upphæð því nú teljast þessir gripir þjóðargersemar. Ný kirkja var síðan reist á sama stað og sú gamla stóð á. Hún var vígð haustið [[1903]]. Orgel kom í kirkjuna [[1916]] eða [[1917]].<ref>Kristmundur Bjarnason (1984). ''Saga Dalvíkur III'' Dalvíkurbær</ref>
 
Haustið [[1931]] laskaðist kirkjan í vestanroki og færðist af grunninum, kom þá mjög til tals að reisa nýja og stærri kirkju fyrir hið vaxandi byggðarlag á [[Dalvík]]. Það varð þó ekki um sinn heldur var gert við kirkjuna, en árið [[1954]] var hún formlega lögð niður sem sóknarkirkja enda var þá hin nýja Dalvíkurkirkja í smíðum. Þar með lauk meira en 800 ára sögu þessa kirkjustaðar.<ref>Kristmundur Bjarnason (1984). ''Saga Dalvíkur III'' Dalvíkurbær</ref> Meðal þeirra sem hvíla í Upsakirkjugarði er [[Látra-Björg]].
 
Eins og fram kemur í upphafi greinarinnar hefur Upsakirkja nú verið rifin að mestu. Í Svarfaðardal standa hins vegar enn [[Vallakirkja]] , [[Urðakirkja]] og [[Tjarnarkirkja (Svarfaðardal)|Tjarnarkirkja]]. Byggingarlag þeirra er sérsvarfdælskt sem felst í því að kirkju”turninn” er lægri en sjálf kirkjan og gefur það kirkjunum sérstakt yfirbragð. <ref> {{vefheimild|titill=Vefur Dalvíkurbyggðar|url=http://www.dalvik.is/um-dalvikurbyggd/saga/|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=24. mars}}</ref> Dæmi um kirkjur með lágreista kirkju"turna" er þó að finna víðar, m.a. er [[Bægisárkirkja]] í [[Möðruvallaprestakalli]] í [[Eyjafjarðarprófastsdæmi]] með lágreistan turn. <ref> {{vefheimild|titill=nat.is|url=http://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20NL%20baegisarkirkja.htm |árskoðað=2008|mánuðurskoðað=29. mars}}</ref>