„Upsakirkja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Ahjartar (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 4:
Haustið [[1931]] laskaðist kirkjan í vestanroki og færðist af grunninum, kom þá mjög til tals að reisa nýja og stærri kirkju fyrir hið vaxandi byggðarlag á [[Dalvík]]. Það varð þó ekki um sinn heldur var gert við kirkjuna, en árið [[1954]] var hún formlega lögð niður sem sóknarkirkja enda var þá hin nýja Dalvíkurkirkja í smíðum. Þar með lauk meira en 800 ára sögu þessa kirkjustaðar.<ref>Kristmundur Bjarnason (1984). ''Saga Dalvíkur III'' Dalvíkurbær</ref>
 
Eins og fram kemur í upphafi greinarinnar hefur Upsakirkja nú verið rifin að mestu. Í Svarfaðardal standa hins vegar enn [[Vallakirkja]] , [[Urðakirkja]] og [[Tjarnarkirkja (Svarfaðardal)|Tjarnarkirkja]]. Byggingarlag allra fjögurra kirknannaþeirra er sérsvarfdælskt sem felst í því að kirkju”turninn” er lægri en sjálf kirkjan og gefur það kirkjunum sérstakt yfirbragð. <ref> {{vefheimild|titill=Vefur Dalvíkurbyggðar|url=http://www.dalvik.is/um-dalvikurbyggd/saga/|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=24. mars}}</ref> Dæmi um kirkjur með lágreista kirkju"turna" er þó að finna víðar, m.a. er [[Bægisárkirkja]] í [[Möðruvallaprestakalli]] í [[Eyjafjarðarprófastsdæmi]] með lágreistan turn. <ref> {{vefheimild|titill=nat.is|url=http://www.nat.is/Kirkjur/Kirkjur%20NL%20baegisarkirkja.htm |árskoðað=2008|mánuðurskoðað=29. mars}}</ref>
 
Upsaprestakall var lagt niður árið [[1859]] og sóknin varð hluti af [[Tjörn í Svarfaðardal|Tjarnarprestakalli]]. Síðan var Tjarnarprestakall lagt niður [[1917]] og allar sóknir Svarfaðardals settar undir einn prest. Hann sat fyrst í stað á [[Vellir|Völlum]] en er nú á Dalvík og er Upsasókn nú hluti af Dalvíkurprestakalli <ref> {{vefheimild|titill=Vefur þjóðkirkjunnar|url=http://kirkjan.is/um/L3|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=24. mars}}</ref> í [[Eyjafjarðarprófastsdæmi]]. Síðasti prestur á Upsum var sr. [[Baldvin Þorsteinsson]] en hann þjónaði kallinu til dauðadags, 1859. Sr. Baldvin var einn fjögurra bræðra sem allir voru prestar við Eyjafjörð á fyrri hluta 19. aldar. Hinir voru [[Hallgrímur Þorsteinsson]] á Hrauni, [[Stefán Þorsteinsson]] á Völlum og [[Kristján Þorsteinsson]] sem þjónaði víða m.a. á Tjörn.<ref>Kristmundur Bjarnason (1984). ''Saga Dalvíkur III'' Dalvíkurbær</ref>