„Halógen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
nokkrar orðalagsbreytingar
mEkkert breytingarágrip
Lína 21:
'''Halógenar''' (eða '''söltungur''', '''saltmyndarar''', frá [[Gríska|grísku]] ''hals'' sem þýðir „salt“ og „skapari“) eru hópur efna í flokki 17 í [[lotukerfið|lotukerfinu]]. Í honum eru: [[flúor]], [[klór]], [[bróm]], [[joð]] og [[astat]].
 
Þessi efni eru [[tvíatóma]] [[efnasamband|efnasambönd]] í sínu náttúrulega ástandi. Þeir þurfa eina [[rafeind]] til viðbótar til að fylla ysta [[rafeindahvolf]] sitt og hafa þar af leiðandi ríka tilhneigingu til að mynda neikvæða [[jón (efnafræði)|jón]] með hleðslu -1. [[Salt (efnafræði)|Sölt]] sem innihalda þessar jónir eru kölluð [[halíð]].
 
Halógenar eru mjög [[hvarfgjarn]]ir og geta sem slíkir verið hættulegir lífverum, jafnvel lífshættulegir í nógu stórum skömmtum. Bæði klór og joð eru notuð sem [[sótthreinsunarefni]] í vatn og sundlaugar, opin sár, eldhúsvörur og þess háttar. Efnin drepa [[gerill|gerla]] og aðrar skaðlegar [[örvera|örverur]] og eru þar af leiðandi notuð við [[dauðhreinsun]]. Hvarfgirni þeirra eru notuð í [[bleiking]]u. Klór er virka efnið í [[bleikiklór]] sem notaður er við þvott og er einnig notaður við framleiðslu á flestum [[pappír]]svörum.