11.619
breytingar
Merki: 2017 source edit |
|||
[[Mynd:Hvítbláinn.svg|thumb|Hvítbláinn]]
'''Hvítbláinn''' var [[fáni]] Íslendinga áður en [[Íslenski fáninn]] var tekinn upp. Hugmyndina að Hvítbláni átti [[Einar Benediktsson]]. Sama ár og tillagan var borin fram, árið [[1897]], blakti hann við hún á
Þann [[13. mars]], árið [[1897]], skrifaði Einar Benediktsson grein í blaðið [[Dagskrá]], sem hann nefndi „Íslenski fáninn“ og var um fána- og skjaldarmerkismálið.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2224690 Íslenski fáninn]</ref> Gerði hann þar glögga greinarmun á fána og [[skjaldarmerki]], og gerir það síðan að tillögu, að fáni Íslands verði „hvítur kross í bláum feldi“. Bendir hann þar á að [[fálkafáninn]] sé ósamræmanlegur við flögg annarra kristinna þjóða. Krossinn sé hið algengasta og hentugasta flaggmerki. Grein þessi markaði tímamót í fánamálum Íslendinga, því að Hvítbláinn ávann sér geysilegar vinsældir meðal þjóðarinnar.
Það voru svo kvenfélagskonur í Reykjavík, sem hófu þennan fána fyrst á loft. Var það á Þjóðminningunni (þjóðhátíðinni) í Reykjavík sumarið 1897. Það var þó ekki fyrr en árið [[1905]] og næstu ár þar á eftir, að fáni þessi fór að breiðast út um landið. Ýmsar fleiri tillögur voru þó á kreiki. Má nefna tillögu um einlitan fána, bláan eða rauðan, með hinni heiðnu fimmgeisluðu stjörnu eða hamarsmarki Þórs, hina gömlu tillögu um hvítan fálka í bláum feldi, sem hafa átt sér nokkra fylgismenn, og tillögu um mynd af Fjallkonunni í hvítum feldi.
* [[Fánamálið]]
* [[Þorskafáninn]] (''Þorskafáni Jörundar'')
* Beyging: Hvítbláinn beygist eins og
== Tilvísanir ==
|