„Sire Ottesen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sigríður Elísabet skv. Ísl.bók
m →‎Hjónaband og skilnaður: Hlekkur á greinina um skilnað að borði og sæng.
Lína 4:
Sire var dóttir [[Þorkell Guðmundsson Bergmann|Þorkels Guðmundssonar Bergmann]], sem var annar fyrsti kaupmaður í Reykjavík og um skeið forstjóri [[Innréttingarnar|Innréttinganna]], og Sigríðar Þorsteinsdóttur. Hún fæddist í [[Kaupmannahöfn]] og ólst þar upp að mestu, enda þótti málfar hennar ætíð mjög dönskublandið og sérkennilegt. Hún hafði ekki náð fimmtán ára aldri þegar hún giftist Lárusi Ottesen kaupmanni árið [[1814]]. Hann var bróðursonur [[Sigurður Stefánsson|Sigurðar Stefánssonar]] Hólabiskups og [[Ólafur Stephensen|Ólafs Stephensen]] stiftamtmanns. Sama ár eignaðist hún soninn Þorkel Valdimar Ottesen, síðar verslunarmann, og ári síðar fæddist annar sonur, Pétur Oddur Ottesen, bóndi og dannebrogsmaður á Ytra-Hólmi, afi [[Pétur Ottesen|Péturs Ottesen]] alþingismanns.
 
Sire og Lárus [[skilnaður að borði og sæng|skildu að borði og sæng]] árið [[1819]], þegar hún var aðeins tvítug, og fór hún þá að vinna fyrir sér sem stofustúlka eða vinnukona. Nokkru síðar eignaðist hún son með ungum skólapilti og síðan annan með Petersen faktor, en hún var þá [[ráðskona]] hans. Báðir þessir drengir dóu á fyrsta ári. Þá var manni hennar nóg boðið og fékk hann [[lögskilnaður|lögskilnað]] við hana en hún var dæmd fyrir hórdóm.
 
== Dillon lávarður ==