„Guðmundur frá Miðdal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Fjarlægi enskan texta.
Ekki lengur stubbur
Lína 1:
[[FileMynd:Guðmundur Einarsson (1934).jpg|thumb|Guðmundur Einarsson (1934)]]
'''Guðmundur Einarsson frá Miðdal''' í [[Mosfellssveit]] (f. [[5. ágúst]] [[1895]], d. [[23. maí]] [[1963]]) var [[Ísland|íslenskur]] listamaður sem var allt í senn: teiknari, grafíklistamaður, málari, myndhöggvari, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og fjallgöngumaður. Synir hans, Guðmundur (betur þekktur sem [[Erró]]), er þekktur myndlistarmaður og [[Ari Trausti Guðmundsson|Ari Trausti]] er þekktur jarðfræðingur og rithöfundur.
 
'''Guðmundur''' var á sinni tíð einn af mest áberandi myndlistarmönnum landsins. Kom það til vegna þess að hann fékkst við margar myndlistargreinar, var einkar afkastamikill, hélt margar sýningar heima og heiman, á mörg verk á opinberum stöðum og var mikilvirkur í félagsmálum myndlistarmanna og einnig í víðtækri og oft óvæginni umræðu um menningu og listir. Viðhorf byggðust meðal annars á klassíkri myndlist, rómantík, virðingu fyrir þjóðlegum gildum, áhuga á framandi þjóðum, andlegum hefðum og hlutbundnum verkum en ekki afstrakt list enda þótt hann hneigðist nokkuð langt í þá átt á efri árum. Viðhorfin voru umdeild og málafylgni Guðmundar og um margt öflug en fáguð framkoma vöktu verulega athygli, einkanlega eftir að módernisminn vann á hérlendis upp úr síðaðri heimsstyrjöldinni.
 
Guðmundur var menntaður í myndlist hér heima (1911-131911–13 hjá Stefáni Eiríkssyni og 1916 hjá Ríkarði Jónssyni og Þórarni B. Þorlákssyni), í Kaupmannahöfn (1919-201919–20) og loks í München (1920-251920–25).
 
Guðmundur var umdeildur meðan hans naut við. Um skeið var hans sjaldan minnst á fræðilegum vettvangi en undanfarinn ár hefur áhugi á verkum hans, fjölhæfni og afstöðu vaxið. Eftir Guðmund liggja þúsundir verka; olíumálverk, skúlptúrar, glerlistarverk, vatnslitamyndir, grafík og keramik (í þeim greinum var hann brautryðjandi), teikningar, húsgögn sem hann hannaði, ásamt skartgripum, kopar- og silfurmunum, görðum, stökum húsum og veggskreytingum. Enn fremur liggja eftir hann bækur, ljósmyndir og kvikmyndir. Guðmundur var einn frumherja fjallamennsku á Íslandi, landkönnuður, ötull náttúruverndarmaður, skógræktarmaður, ferðalangur og ferðafrömuður, auk þess að vera meðal slyngari veiðimanna landsins.
Lína 12:
Verið er að endurvinna vefsíðu um listamanninn og hún opnuð fyrir árslok 2019.
 
== Tenglar ==
* [http://www.middalur.com/ Heimasíða Guðmundar frá Miðdal]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1220550 ''Leirbrennsla''; grein í Morgunblaðinu 1930]
* [http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/64 Guðmundur frá Miðdal á Umm.is]
 
{{stubbur|æviágrip}}
 
[[Flokkur:Íslenskir listamenn]]