„Leópold 3. Belgíukonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 31:
Eftir að Þjóðverjar [[Orrustan um Frakkland|réðust inn í Frakkland]] var Leópold settur í stofufangelsi í [[Laeken-höll]]. Á meðan hann var fangi Þjóðverja ákvað hann að kvænast ástkonu sinni, [[Lilian Baels]]. Ákvörðun Leópolds um að kvænast í annað sinn undir þessum kringumstæðum styggði marga þegna hans, sem þótti hann vanvirða minningu Ástríðar með því að kvænast ótiginni konu sem var vænd um að vera höll undir Þjóðverja.<ref name=tíminn/> Til þess að sefa þjóðina bað Lilian þó um að vera ekki kölluð drottning Belgíu, heldur aðeins prinsessa af Réthy, og að börn þeirra Leópolds yrðu ekki talin með í erfðaröð til belgísku krúnunnar.
 
Leópold var fluttur til Þýskalands árið 1944 og var þar enn í stofufangelsi þegar her [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldinniheimsstyrjöldin)|bandamanna]] frelsuðu Belgíu sama ár. Útlagastjórn Pierlots, sem hafði dvalið í London á stríðsárunum, var svo ósátt vegna framkomu hans að hún neitaði að hleypa honum aftur inn í landið nema að belgíska þjóðin samþykkti það sérstaklega í þjóðaratkvæðagreiðslu. Árið 1950 var þjóðaratkvæðagreiðslan haldin og 57% Belga kusu að leyfa konungnum að snúa heim.<ref name=tíminn/>
 
Engin sátt ríkti meðal Belga um heimkomu konungsins og Leópold var áfram mjög umdeildur. Afstaða Belga var eftir pólitískum línum, en var einnig mjög margbreytileg eftir landshlutum: Flestir belgískir [[Flæmingjaland|Flæmingjar]] studdu heimkomu Leópolds en flestir [[Vallónía|Vallónar]] voru á móti henni.<ref name=tíminn/> Belgískir sósíalistar undir forystu [[Paul-Henri Spaak]] voru harðir í andstöðu sinni gegn því að Leópold tæki aftur við völdum og því var óttast að það kynni að leiða til samfélagsóeirða eða jafnvel borgarastyrjaldar að hann gerðist þjóðhöfðingi landsins á ný.<ref>{{Vefheimild|titill=Deilan um Leopold|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4367336|útgefandi=''Fálkinn''|ár=1950|mánuður=25. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=4. mars|höfundur=J. Nyhamar}}</ref> Að lokum fór svo að Leópold ákvað að segja af sér þann 17. júlí 1951 og leyfa elsta syni sínum með Ástríði, [[Baldvin Belgíukonungur|Baldvin]], að taka við konungstigninni í Belgíu. Leópold fékk þó leyfi til að búa áfram í Belgíu og var náinn ráðgjafi sonar síns.<ref>''La Couronne et la rose, Baudouin et le monde socialiste 1950-1974'', Le Cri, Brussels, 2010, {{ISBN|978-2-87106-537-1}}.</ref>