„Hveðn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Nokkrar orðalagsbreytingar
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 10:
Hveðn var upphaflega hluti af eiði sem tengdi Skán við Sjáland, en við lok síðustu [[Ísöld|ísaldar]] jókst vatnsmagnið mikið í innhafinu sem síðar varð [[Eystrasalt]]. Þá rauf sjórinn eiðið og braut mikið land sem nú myndar [[Leira|leirur]] við strendur Danmerkur og Svíþjóðar.
 
Tycho Brahe átti Hveðn og reisti þar Stjörnuborg og Úraníuborg um [[1576]], en [[Friðrik 2. Danakonungur|Friðrik II]] fjármagnaði byggingu þeirra. Eyjan varð eftir það fastur viðkomustaður hefðarfólks frá [[Evrópa|Evrópu]] sem kom þangað til að hitta stjörnufræðinginn. Þangað kom meðal annarra [[Oddur Einarsson]] [[2. mars]] árið [[1585]]. Brahe lenti upp á kant við [[Kristján IV]] árið [[1599]] og flutti til [[Prag]].
 
Þar sem eyjan taldist til Skáns tilheyrði hún Danmörku lengst af. Við [[Hróarskeldufriðurinn|Hróarskeldufriðinn]] varð Skánn hluti af Svíþjóð, en ekki var talið sjálfsagt að Hveðn fylgdi með. Er sagt að sænski [[konungur]]inn [[Karl X Gústaf]] hafi sagt „Får jag inte Ven, bryter jag freden“ („Fái ég ekki Hveðn, rýf ég friðinn“ — í Danmörku er þessari tilvitnun gjarnan fylgt eftir með: „Hann fékk Hveðn, en rauf ''samt'' friðinn“). [[1660]] fengu Svíar svo Hveðn í hendur.