„Dwight D. Eisenhower“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 46:
Stjórn Eisenhowers var Frökkum innan handar í baráttu þeirra við víetnamska kommúnista í [[fyrri Indókínastyrjöldin]]ni. Eftir að Frakkarnir höfðu sig á brott gaf stjórn Eisenhowers nýja ríkinu [[Suður-Víetnam]] ríkulega fjárhagsaðstoð. Eisenhower og stjórn hans áttu hönd í bagga í nokkrum [[valdarán]]um sem gerð voru gegn lýðræðislega kjörnum stjórnum í þriðjaheimsríkjum á forsetatíð hans. Á forsetatíð Eisenhowers studdi [[bandaríska leyniþjónustan]] [[Valdaránið í Íran 1953|valdarán í Íran árið 1953]] og [[Valdaránið í Gvatemala 1954|í Gvatemala árið 1954]]. Í [[Súesdeilan|Súesdeilunni]] árið 1956 fordæmdi Eisenhower innrás Breta, Frakka og Ísraela í Egyptaland og neyddi þá til að draga sig burt með því að hóta að beita þá efnahagsþvingunum. Hann fordæmdi einnig innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland eftir [[Uppreisnin í Ungverjalandi|ungversku uppreisnina]] árið 1956 en greip ekki til beinna aðgerða til að stöðva hana.
 
Eisenhower ferðaðist mikið á forsetatíð sinni. Hann var meðal annars fyrsti forseti Bandaríkjanna sem heimsótti Ísland, en það gerði hann á leið á [[Leiðtogafundurinn í Genf (1955)|leiðtogaráðstefnu í Genf]] þann 16. júlí árið 1955 og hitti m. a. [[Ásgeir Ásgeirsson]] forseta og [[Ólafur Thors|Ólaf Thors]] forsætisráðherra. Eisenhower hafði áður komið til landsins sem hershöfðingi á stríðsárunum.<ref>{{Bókaheimild|titill=Bandaríkjaforsetar|höfundur=Jón Þ. Þór|útgefandi=Urður bókafélag|ár=2016|bls=327}}</ref>
 
Eftir að Sovétríkin skutu [[Spútnik 1]] á sporbaug árið 1957 skipaði Eisenhower stofnun [[Geimferðastofnun Bandaríkjanna|Geimferðastofnunar Bandaríkjanna]], sem leiddi til þess að [[Geimkapphlaupið|geimkapphlaup]] hófst milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Stjórn Eisenhowers skipulagði og samþykkti [[Innrásin í Svínaflóa|innrásina í Svínaflóa]], sem var framkvæmd á stjórnartíð eftirmanns hans, [[John F. Kennedy|Johns F. Kennedy]].<ref>Robert E. Quirk (1993). Fidel Castro, bls. 303 New York and London: W.W. Norton & Company. ISBN: 978-0393034851.</ref>