„Þorlákur helgi Þórhallsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 74:
Eftir að Þorlákur kom aftur í Skálholt, var fyrsta verk hans „að semja þá af nýju heimamanna siði og hýbýla háttu, þá er héldust um hans daga vel í mörgu lagi".<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 12. kafli.</ref> Þótt orðinn væri biskup, hélt hann nálega í öllu kanokareglu, bæði í klæðabúnaði, vökum, föstum og bænahaldi. Hann kenndi prestsefnum, og „jafnan var hann að riti og ritaði ávallt helgar bækur... voru hans varir aldrei kyrrar frá Guðs lofi og bænahaldi..."<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 13. kafli.</ref>
 
Á morgnana var vani Þorláks að syngja „fyrst [[Trúarjátning (kristni) | ''Credo'']] og [[Faðir vor | ''Pater noster'']] eftir það, er hann hafði signt sig, og [[hymni | hymnann]] ''Jesu nostra redemptio''<ref>[http://ordab30.lexis.hi.is/bragi/log.php?ID=15 Bragi óðfræðivefur: ''Kristur vor allra endurlausn'']. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref>... Þá söng hann Gregoriusbæn, á meðan hann klæddi sig, og þar eftir hinn fyrsta sálm úr [[Sálmarnir | saltara]]... En er hann kom til kirkju, söng hann fyrst lof Heilagri Þrenningu. Eftir það lofaði hann með söngvum þá heilaga menn, er kirkjan var vígð, sú er þá var hann í... Síðan las hann Maríutíðir,<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Little_Office_of_Our_Lady Wikipedia á ensku: ''Little Office of Our Lady'']. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref> og eftir það lagðist hann niður fyrir altari allur til jarðar, þá er eigi var heilagt, og bað lengi fyrir allri Guðs kristni, og hvern dag söng hann þriðjung saltara umfram vanasöng sinn, hvort sem hann var heima eða eigi, og söng fleira milli sálma en aðrir menn. Hann söng fyrst ''Gloria Patri'' af Heilagri Þrenningu,<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Gloria_Patri Wikipedia á ensku: ''Glory Be to the Father'']. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref> þá næst ''MisereMiserere mei Deus'',<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Psalm_51 Wikipedia á ensku: ''Psalm 51'']. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref> þá ''Salvum fac Pater et Domine''<ref>Orðin ''salvum fac'' og ''salvum me fac'' [http://drbo.org/cgi-bin/s?t=0&q=Salvum+fac+Pater+et+Domine&b=lvb koma víða fyrir í ''Biblíunni'']. Stefið hjá biskupi getur verið tekið úr gamalli bæn eða tíðasöng, sem nú er erfitt að greina.</ref> fyrir öllu kristnu fólki. En ef honum báru til vandamál, söng hann það vers, sem Salómon hinn spaki bað til Guðs á sínum dögum: ''Mitte mihi, Domine, auxilium de sancto.''<ref>Ásdís Egilsdóttir fann heimild fyrir því, að þetta stef hefði verið sungið í Viktorsklaustrum. ''Biskupa sögur II'', Íslenzk fornrit XVI, bls. 78, Reykjavík 2002.</ref> En er hann gekk frá matborði, söng hann: ''Benedicam Dominum in omni tempore''.<ref>[http://breviarium-romanum.blogspot.com/2009/09/2009-washington-chant-pilgrimage.html Vefurinn Breviarium Romanum, færsla frá 29. september 2009]. Skoðað 29. ágúst 2010.</ref> En er hann afklæddist til svefns, söng hann... ''Domine, quis habitabit'',<ref>Sálmur 15 úr ''saltaranum'' (eða 14. sálmur, eins og talið var í [http://vulsearch.sourceforge.net/html/Ps.html gömlu ''Vulgötu'']).</ref> og var honum mikið yndi að halda slíkar venjur og vænti, að nokkur mundi eftir hans háttum víkja..."<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 16. kafli.</ref> Biskupi „var málið stirt og óhægt", þótt orðin væru sæt og vel saman sett, og var það vinum hans „mikil mannraun".<ref>''Þorláks saga hin elsta'', 12. kafli.</ref> Ef hann stamaði, verður slíks síður vart í söng en mæltu máli.<ref>Sjá nánari umfjöllun: [http://en.wikipedia.org/wiki/Stammering#Variability Wikipedia á ensku: ''Stuttering'']. Skoðað 28. ágúst 2010.</ref>
 
=== Postulleg vígsluröð ===