Munur á milli breytinga „Seinni heimsstyrjöldin“

m (Tók aftur breytingar 46.182.186.76 (spjall), breytt til síðustu útgáfu TKSnaevarr)
Merki: Afturköllun
Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi varð ríkjandi hugmyndafræði um „[[Lebensraum]]“, lífsrými, en það var stefna sem fólst í því að skapa Þjóðverjum nýtt rými á kostnað Austur-Evrópubúa. Til þess að réttlæta þessa kröfu um aukið land í austri, kom Þýskaland á framfæri áhyggjum sínum af meðferð á Þjóðverjum sem bjuggu í Austur-Evrópu og voru þessar kröfur háværastar í tengslum við [[Pólland]] og [[Tékkóslóvakía|Tékkóslavakíu]].
[[Mynd:Bundesarchiv_Bild_146-1969-065-26,_Anschluss_sudetendeutscher_Gebiete.jpg|thumb|right|200px|Þýskir skriðdrekar aka inn í borgina Komtau í október 1939.]]
Ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands reyndu að stilla til friðar fyrir stríðið til að reyna að koma í veg fyrir að nýtt stríð brytist út í Evrópu, enda efuðust báðar ríkisstjórnir um að landsmenn sínir væru tilbúnir í nýtt stríð eftir hið herfilega mannfall í fyrri heimsstyrjöldinni. Þessi friðþæging sást einna best á [[MunchenMünchen-samkomulagiðsáttmálinn|MunchenMünchen-samkomulaginu]] sem gert var við Þjóðverja og gerði þeim það kleift að hernema og innlima [[Súdetahéruðin]] í Tékkóslóvakíu þar sem þýskumælandi fólk var í meirihluta. Forsætisráðherra Breta, [[Neville Chamberlain]], lét falla fræg orð eftir undirritun samkomulagsins um að hann hefði tryggt „frið um vora daga“. Í mars 1939 réðust Þjóðverjar svo inn í restina af Tékkóslóvakíu og hernumdu hana. En hörð viðbrögð Breta og Frakka létu enn á sér standa. En brot Þjóðverja á Munchen-samkomulaginu sýndu á hinn bóginn fram á með ótvíræðum hætti að ekki var hægt að treysta Hitler og í kjölfarið gerðu Frakkar og Pólverjar með sér samkomulag þann [[19. mars]] um að koma hvor öðrum til aðstoðar yrði ráðist á aðra hvora þjóðina. Bretar höfðu þá þegar heitið Pólverjum að koma Póllandi til aðstoðar yrði ráðist á landið.
 
Þann [[23. ágúst]] 1939 gerðu Þjóðverjar og Sovétmenn með sér samkomulag, nefnt [[Molotov-Ribbentrop-samkomulagið]] (eftir utanríkisráðherrum beggja landa), þar sem þjóðirnar ákváðu að skipta með sér Póllandi. Í samkomulaginu var einnig kveðið á um sölu olíu og matar Sovétmanna til Þjóðverja. Markmið Þjóðverja var að koma í veg fyrir matarskort ef Bretar settu á þá hafnarbann, líkt og hafði gerst í fyrri heimsstyrjöldinni.