„Tékkland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 173:
[[Mynd:Czechoslovakia01.png|thumb|Tékkóslóvakía eins hún leit út í upphafi: Bæheimur, Mæri, Slóvakía og vesturhluti Úkraínu]]
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 137-049535, Anschluß sudetendeutscher Gebiete.jpg|thumb|Hitler lætur hylla sig í Kraslice í október 1938 eftir að hafa innlimað Súdetahéruðin]]
Tékkar börðust með Þjóðverjum og Austurríkismönnum í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimsstyrjöldinni fyrri]], þrátt fyrir andstöðu almennings. Við stríðslok [[1918]] leystist austurríska keisaradæmið upp. Skyndilega stóðu Tékkar uppi án stjórnar í Vín. [[16. október]] 1918 sameinuðust héruðin Bæheimur, Mæri og suðurhluti Slésíu er stofnað var nýtt ríki. Prag varð að höfuðborg nýja ríkisins. Tveimur vikum síðar, [[30. október]], sameinaðist Slóvakía nýja ríkinu, sem hlaut nafnið Tékkóslóvakía. Auk þess tilheyrði vestasti hluti Úkraínu nýja ríkinu. Í manntali [[1921]] kom í ljós að íbúar voru 14 milljónir, þar af rúmlega helmingur Tékkar, 23% Þjóðverjar, 14% Slóvakar, 5,5% Ungverjar, auk Rútena, Pólverja og Króata. Lýðveldið var því fjölþjóðaríki og erjur og sundurlyndi nánast daglegt brauð. [[1938]] ásældist [[Hitler]] stóra hluta landsins, aðallega Súdetahéruðin, enda bjuggu þar margir Þjóðverjar. Í München-sáttmálanum [[29. september]] 1938 voru Súdetahéruðin innlimuð í Þýskaland. Ungverjaland og Pólland lögðu einnig undir sig hvort sinn skikann af landi Tékkóslóvakíu. Við þetta missti Tékkóslóvakía rúmlega 40% iðnaðar síns. Eftir stóð aðeins lítið og vanmáttugt ríki. Þjóðverjar hófu að reka Tékka burt úr innlimuðu héruðunum, en fangelsuðu og myrtu marga. [[5. október]] flúði [[Edvard Beneš]] forseti til [[London]]. Í kjölfarið lýstu Slóvakar yfir sjálfstæði. [[15. mars]] [[1939]] innlimaði Hitler afganginn af Bæheimi og Mæri og þar með leystist Tékkóslóvakía upp sem ríki. Það voru [[Sovétríkin|Sovétmenn]] sem frelsuðu landið að mestu leyti [[1945]]. [[5. maí]] hófu íbúar Prag uppreisn gegn Þjóðverjum sem stóð í þrjá daga. [[8. maí]] hrökkluðust Þjóðverjar burt og degi síðar hertók Rauði herinn borgina. Í kjölfarið var Tékkóslóvakía endurreist, fyrir utan Úkraínuhlutann. Þremur milljónum Þjóðverja, aðallega í Súdetahéruðunum, var gert að yfirgefa landið.
 
=== Kommúnistaríkið og Vorið í Prag ===