„Theresa May“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 27:
 
Samningsstaða May versnaði til muna eftir kosningarnar. Miklar innanflokksdeilur hafa orðið um samningaviðræður hennar við ESB og harðari Evrópuandstæðingarnir innan flokksins saka hana gjarnan um að gefa of mikið eftir til að tryggja að Bretland hafi áfram aðgang að [[Fjórfrelsi|innri markaði Evrópusambandsins]] og til að koma í veg fyrir að landamæraeftirlit verði að hefjast milli [[Norður-Írland]]s og [[Írska lýðveldið|írska lýðveldisins]]. Andófsmenn innan Íhaldsflokksins lögðu gegn vantrauststillögu gegn May eftir að hún fékk samþykki ríkisstjórnar sinnar fyrir samningsdrögum við ESB í nóvember árið 2018.<ref>{{Vefheimild|titill=Íhalds­menn leggja fram van­traust á May|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/11/15/leggja_fram_vantraust_a_may/|útgefandi=mbl.is|ár=2018|mánuður=10. júní|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=15. nóvember}}</ref> Íhaldsflokkurinn greiddi atkvæði um vantrauststillögu gegn May þann 12. desember 2018 en um tveir þriðju Íhaldsmanna greiddu atkvæði til stuðnings áframhaldandi formennsku May.<ref>{{Vefheimild|titill=Fordæmalaus staða í breskum stjórnmálum|url=http://www.ruv.is/frett/fordaemalaus-stada-i-breskum-stjornmalum|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2018|mánuður=12. desember|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=12. desember}}</ref>
 
Þann 24. maí árið 2019 lýsti May því yfir að hún hygðist segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní næstkomandi. Þá höfðu breskir þingmenn þrisvar hafnað samningum hennar við Evrópusambandið um útgönguskilmála.<ref>{{Vefheimild|titill=May ætlar að hætta 7. júní|url=https://www.visir.is/g/2019190529374/may-aetlar-ad-haetta-7.-juni|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2019|mánuður=24. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=24. maí}}</ref>
 
==Tilvísanir==