„Grágás“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Grágás''' er forn lagaskrá og lögskýringarrit Íslendinga, ritað einhvern tímann á [[þjóðveldisöld]]. Fleiri lög en í henni stóðu kunna að hafa verið í gildi og sum lög hennar kunna að hafa verið úrelt. Segir í henni „það skulu vera lög í landi hér sem á skrám standa“. [[Vígslóði]] nefnist sá hluti Grágásar sem fjallar um víg.
 
Lögin eru varðveitt í tveimur aðalhandritum frá miðri [[13. öld]], ''Staðarhólsbók'' og ''Konungsbók'' auk nokkurra annarra fornra handritsbrota. Með tilkomu Grágásar urðu [[lögsögumenn]] óþarfir sem heimildarmenn laga og störfuðu þá sem forsetar [[lögrétta|lögréttu]], löggjafarþings Alþingis. Nýlega hafa fræðimenn tekið að efast um að mark hafi verið tekið á lögunum sem rituð voru í Grágás. [http://www.hugvis.hi.is/?frett?id=93]
Grágás skiptis í nokkra hluta:
* [[Kristinna laga þáttur]]
Lína 19:
 
==Staðarhólsbók==
Í Staðarhólsbók eru handrit Grágásar og [[Járnsíða|Járnsíðu]]. Um Staðarhólsbók er fátt vitað, talið er hugsanlegt að [[Þórarinn kaggi Egilsson]] prestur á Völlum í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]] (d. 1283) hafi skrifað hana. Á miðöldum er vitað af henni hjá [[Páll Vigfússon (lögmaður)|Páli Vigfússyni]] á [[Hlíðarendi|Hlíðarenda]] (d. 1570) og seinna hjá Bjarna Péturssyni á [[Staðarhóll|Staðarhóli]] í [[Dalasýsla|Dalasýslu]] (1613-93), þaðan sem bókin tekur nafn sitt.
 
Staðarhólsbók er geymd á [[Árnastofnun]].
 
Nafnið grágás hefur verið notað a.m.kað minnsta kosti frá því á miðri 16.öld og það er eru ýmsar getgátur um uppruna þess t.d að bókin hafi verið rituð með gæsa fjöðurpenna eða bundinn inn í gæsaskinn, einnig að hún beri nafn vegna aldursins byggt á þeirri trú að gæsir næðu hærri aldri en aðrir fuglar.
 
== Tengt efni ==