„Heiðni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Ásatrú: Smá tilraun til þess að laga hluta af þessarri annars meingölluðu grein. Smásamann þarf að taka hana alla í gegn. Vantar nær allar heimildir, fullyrðingar og orðalag sem ekki telst fræðilegt né hæfandi alfræði sem og að höfundurinn er að mestuleiti einn og greinin ber mikil merki skoðunar viðkomandi en ekki alfræði stutt heimildum
Lína 15:
Dauðir menn eru í heiðni ýmist taldir búa á meðal lifandi eða fara til [[Hel|Heljar]] eða í [[Valhöll (norræn goðafræði)|Valhöll]]. Ólíkar hugmyndir um þetta skýrist af því að í heiðni voru engin embætti sem samsvara biskupum eða páfa og hugmyndafræðinni því ekki miðstýrt. Menn litu einnig á það sem framhaldslíf að vera til í minningum eftirlifenda því að „orðstír deyr aldrei“ eins og segir í [[Hávamál|Hávamálum]]. Lík voru brennd eða grafin. Þar sem Íslendingasögur segja frá greftrun heiðinna er langoftast um að ræða að líkin séu lögð í haug. Á Íslandi hafa ekki fundist [[Kuml|brunakuml]] ólíkt því sem þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Á Íslandi hafa fundist fimm [[Kuml|bátakuml]]. Vopn hafa fundist í gröfum karla en meira ber á skrautgripum í gröfum kvenna. Einnig voru ýmis áhöld fyrir daglegt líf í gröfunum. Tilgangurinn með mununum er að hjálpa hinum dauðu að lifa góðu lífi í öðrum heimi. Á Dalvík fannst grafreitur með fjórtán kumlum í einni þyrpingu. Auk þrettán manna voru grafnir sjö hestar og fjórir hundar í reitnum. Í [[Mývatnssveit]] var meðal annarra hluta teningur og margar töflur eða taflmenn úr hvaltönn eða rostungstönn. Töflur af þessari gerð voru notaðar í tafli sem kallað er [[hnefatafl]].
 
===Heiðni eftir að trúfrelsi var bannaðkristnitökuna ===
Litlar sem engar heimildir eru til um goðadýrkun né blót á tímabilinu eftir kristnitökuna. Þó mátti samkvæmt kristnitökulögunum blóta goð á laun sem hugsanlega skýrir þennan skort á heimildum. Náttúrudýrkun aftur á móti lifði áfram og að einhverju leiti enn í dag, eins og ýmsar heimildir er að finna um í kirkjulögum, þjóðsögum og þjóðháttum síðari alda.
Flestir landnámsmenn Íslands voru heiðnir. En heiðni og trúleysi á Íslandi var svo bannað með lögum á árunum 999-1000 eftir Krist. Öllum var skylt að trúa kenningum [[kirkjan|kirkjunnar]]. Viðurlög við því að blóta á laun voru þriggja ára útlegð úr landi (fjörbaugsgarður). Í sumum tilvikum var fólk [[Brennuöld|brennt á báli]] og voru um 170 manns ákærðir fyrir kukl eða galdrastarfsemi á Íslandi.
 
Litlar heimildir eru til um að goðadýrkun á tímabilinu sem trúfrelsi var bannað á Íslandi. En náttúrudýrkun hélt áfram öldum saman og fram á okkar daga. Merki þess sjást í kirkjulögum, þjóðsögum og þjóðháttum á seinni öldum.
 
Í sögu Jóns biskups helga segir frá því að hann reyndi að banna blót á 12. öld og daga tengda heiðnum mönnum og guðum. Um 1200 segir frá því í Jómsvíkingadrápu að algengur siður sé að sitja undir fossum til að leita æðri visku.
Lína 26 ⟶ 24:
Gjafir voru bornar að steinum á Íslandi fram til aldamótanna 1900. Enn þann dag í dag trúir margt fólk á álfasteina og álfahóla.
 
Í könnunum meðal nútíma Íslendinga kemur fram að margir eru að einhverju leyti vættatrúar. Um 5% hafa séð [[Álfur|álfa]] eða [[huldufólk]] og um 16% hafa séð [[Fylgja|fylgjur]]. Um 38% hafa orðið varir við návist látins manns, þar af um 5% látinn maka sinn. Um 62% Íslendinga telja mögulegt að álfar og huldufólk séu til, en um 13% telja það óhugsandi.{{heimild vantar}} Frá aldamótum hefur verið stöðug og vaxandi fjölgun í [[Ásatrúarfélagið|Ásatrúarfélaginu]] en 1. janúar 2017 voru 3583 Íslendingar skráðir í félagið. Það er yfir 1% af þjóðinni og einsdæmi í okkar heimshluta. Á sama tíma eru félagsmenn trúfélaga íslams, búddisma, hindúisma og [[Bahá'í trúin|Bahá'í]] 2662 samtals.<ref>[http://px.hagstofa.is/pxis/pxweb/is/Samfelag/Samfelag__menning__5_trufelog/MAN10001.px]Hagstofa Íslands: Mannfjöldi eftir trú- og lífsskoðunarfélögum 1998-2017</ref>
 
==Ásatrú ==