„Heiðni“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
→‎Ásatrú: Smá tilraun til þess að laga hluta af þessarri annars meingölluðu grein. Smásamann þarf að taka hana alla í gegn. Vantar nær allar heimildir, fullyrðingar og orðalag sem ekki telst fræðilegt né hæfandi alfræði sem og að höfundurinn er að mestuleiti einn og greinin ber mikil merki skoðunar viðkomandi en ekki alfræði stutt heimildum
Lína 33:
Á landnámsöld Íslands voru [[Þór_(norræn_goðafræði)|Þór]], [[Óðinn]] og [[Freyr_(norræn_goðafræði)|Freyr]] höfuðguðir Norðurlandabúa. [[Njörður_(norræn_goðafræði)|Njörður]] var einnig tignaður. Þór var m.a. kallaður almáttugur sem þýðir mjög sterkur. Í Landnámu segir að nálægt þúsund íslenskir menn báru nafn með sem innihélt Þórs nafn, en einungis fjórir menn með Freys nafn.
 
Á Íslandi er 21 örnefni sem nafn á fjöllum, tindum og klettum með orðinu Goð. Fimm Goðafossar eru til á Íslandi. Goðin í heiðni eru ekki jafn voldug og Kristur er í kristni. Goðin stjórna ekki allri tilverunni en geta þó gripið inn í líf fólks. Goðin lúta örlögum líkt og fólk. Sumum var ætluð gæfa en öðrum ógæfa.
 
Í heiðnum sið er bilið á milli galdra og trúarbragða stutt. Goðin sjálf fást við [[Galdrar|galdra]].
 
Sumar dýrategundir eru helgaðar ákveðnum guði. Svín og hestur eru helguð Frey. Þór á hafra og Óðinn hrafna. En þótt hestar teljist heilagir í ásatrú tíðkast það meðal heiðinna að borða hrossakjöt. Enn í dag trúa margir að hrafninn viti fyrir óorðna hluti og segi tíðindi líkt og hrafnar Óðins sögðu honum fréttir.
Lína 41 ⟶ 39:
Orðin blóta og blessa þýða að dýrka guð og eru í raun sama orðið, [[wiktionary:bless|hið síðarnefnda tökuorð úr ensku]]. Blótsstaðir eru kallaðir [[Hof_(guðshús)|hof]], [[Hörgur|hörgar]] eða vé. Örnefni sýna að blótsstaðir voru mjög útbreiddir á Norðurlöndunum. Af nöfnunum þremur sem notuð eru um blótsstaði hefur vé víðtækasta merkingu, og getur táknað alla blótsstaði ásamt öðrum helgistöðum. Hof kallast musteri goðanna. Hörgur þýðir hóll eða hæð úr grjóti. Nítján örnefni með orðinu hörg eru þekkt á Íslandi, 43 bæjarnöfn og yfir 80 örnefni innihalda orðið hof. Í Noregi innihalda 107 bæjarnöfn orðið hof. Á Hofsstöðum í Mývatnssveit hafa tóftir verið rannsakaðar sem sýna fram á að þar voru haldin blót. Að sunnanverðu var stór skáli yfir 36 metra langur og um 5,8 til 8,2 metra breiður.
 
Þegar fórnir voru færðar í blótum kallaðist blóðið hlaut. Hlaut er skylt orðinu hlutur í hlutkesti. Blóðið var notað við spágerð. Bænir voru þuldar á meðan fórnir voru færðar. Varðveisla hofanna var í höndum hofgyðja og til þeirra áttu allir bændur að gjalda hoftoll.
 
Í ásatrú er stundum signað hamarsmark til að heiðra Þór líkt og í [[kristni]] er signaður kross. Drykkir í blótum kallast full en það er talið merkja 'skál', 'drykkjarílát' eða 'öl í horni', samanber að á fornensku merkir ''ful(l)'' ‘bikar’. Ef til vill er orðið dregið af 'fullt drykkjarker'.<ref>Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans. Reykjavík, 1999. Bls. 215.</ref> Sumir halda að orðið tengist því að vera 'fullur', þ.e. undir áhrifum áfengis, en sú skýring á sér enga stoð. Menn strengdu heit í veislum og drukku full um leið. Menn sóru eiða og kölluðu bölvun yfir sig ef þeir rufu eiðana. Algengast var að vinna eiða við hluti sem stóð fólki næst í daglegu lífi. Þessi venja hélst á kristnum tímum. Í sumum tilfellum gerðu heil byggðarlög sameiginleg heit, ef hallæri bar að höndum.
 
Hólmgöngur og stofnun [[Fóstbróðir|fóstbræðralags]] tíðkuðust á blótum. Fóstbræðralag var stofnað með því að taka blóð úr þeim sem bundust, hræra saman í mold, sverja eið um að hefna fóstbræðra sem bróður síns, og nefna öll goðin sem vitni.
Halda varð blót á hátíðardögum, í byrjun vetrar á [[Vetrarnætur|vetrarnóttum]], [[jól]] á miðjun vetri og [[Sumardagurinn fyrsti|í byrjun sumars]] eins og segir í [[Heimskringla|Heimskringlu]] um lagasetningu Óðins. Kristnir menn fylgdu þessum hefðum og héldu veislur á [[Veturnætur|vetrarnóttum]], um [[jól]] og á [[páskar|páskum]], líkt og t.d. Snorri segir frá um Sigurð Þórisson.
 
Hofgyðjur voru þær konur sem varðveittu hofin, til þeirra áttu allir bændur hoftoll að gjalda.
 
Hólmgöngur og stofnun [[Fóstbróðir|fóstbræðralags]] tíðkuðust á blótum. Fóstbræðralag var stofnað með því að taka blóð úr þeim sem bundust, hræra saman í mold, sverja eið um að hefna fóstbræðra sem bróður síns, og nefna öll goðin sem vitni.
 
Nýfædd börn eru ausin vatni um leið og þeim er gefið nafn, líkt og lýst er meðal annars í Rígsþulu og ýmsum Íslendingasögum. Í Grágás segir að barn sem fæðist lifandi og tekur við mat fái þá um leið erfðarétt.
Lína 67 ⟶ 61:
 
===Höfuðblót ===
Í [[Ynglingasaga|Ynglingasögu]] [[Heimskringla|Heimskringlu]] segir að Óðin hafi fyrirskipað að „Þá skyldi blóta í móti vetri til árs en að miðjum vetri blóta til gróðrar, hið þriðja að sumri.“ Hefur verið talið að blót mót vetri hafi líklega verið haldið á [[Vetrarnætur|vetrarnóttum]], miður vetur var samkvæmt [[Norræna tímatalið|norræna tímatalinu]] fyrsti dagur [[Þorri|þorra]] bendir til þess að það hafi verið haldið seinnipartinn í janúar samkvæmt núverandi tímatali. Ekki er eins ljóst hvenær að sumri hið síðasta hafi verið haldið. Hafa sumir fræðimenn talið að það hafi verið haldið um mitt sumarmisserið líkt og að blót var haldið um mitt vetrarmisseri og þá líklega kringum sumarsólstöður og gætu þá jónsmessuhátíðir verið arfleið frá þeim tíma.
Höfuðblótin eru fjögur. Jólablót er við vetrar sólhvörf þegar sólin fer hækkandi á lofti. Blótað er til heilla Freys, árs og friðar. Sigurblót er haldið sumardaginn fyrsta sem var eins konar þjóðhátíðardagur fyrr á öldum. Helgað Frey og Freyju og frjósemi jarðar. Þingblót er haldið á sumar sólstöðum á Alþingi á þórsdag í tíundu viku sumars. Veturnáttablót er haldið fyrsta vetrardag og er helgað Óðni, uppskeru haustsins og öllum lifandi verum sem hverfa til eilífrar hringrásar. Einnig er landvættablót 1. desember í hávegum haft.
 
Fyrir utan þessi þrjú lögskipuðu blót voru oft haldin önnur blót af ýmsum tilefnum og ekki endilega á ákveðnum tímum og gátu þau verið staðbundinn eftir byggðarlögum. Eins var samkvæmt fornsögunum oft stofnað til blóts ef einhver stórviðburður átti sér stað í sveitinni alveg óháð tímasetningu. Í upphafi fylgdu margir Kristnir höfðingjar tímasetningum þessarra þriggja föstu blóta en breyttu þeim í almennar veislur. Þær voru í upphafi ekki tengdar kirkjunni né kristni sérstaklega í upphafi, heldur til að friðþægja almenning sem ekki vildu missa sínar föstu hátíðir og frí hver sem trúin eða tilefnið var. Smásaman var þó reynt að kristna þær með einum eða öðrum hætti.
 
==Vættatrú ==