„Sigríður Hagalín“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kvk saga (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Sigríður Hagalín''' (fædd [[7. desember]] [[1926]], dáin [[26. desember]] [[1992]]) var íslensk leikkona. Foreldrar Sigríðar voru [[Guðmundur Gíslason Hagalín]] rithöfundur og fyrri kona hans Kristín Jónsdóttir. Sigríður eignaðist tvær dætur, Kristínu Ólafsdóttur bókasafnsfræðing með fyrri eiginmanni sínum og [[Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir|Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur]] leikskáld með seinni eignmanni sínum Guðmundi Pálssyni framkvæmdastjóra [[Leikfélag Reykjavíkur|Leikfélags Reykjavíkur]].
 
Sigríður fæddist í Voss í [[Noregur|Noregi]] en ólst upp á [[Ísafjörður|Ísafirði]] og þaðan lauk hún gagnfræðaprófi árið 1941. Hún stundaði síðar nám við [[Samvinnuskólinn|Samvinnuskólann]] frá 1941-1942, Leiklistarskóla [[Lárus Pálsson|Lárusar Pálssonar]] 1945-1946 og Leiklistarskóla Þjóðleikhússins 1951-1953. Sigríður starfaði sem leikkona hjá [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúsinu]] og Leikfélagi Reykjavíkur frá 1953-1963 og síðar sem fastráðin leikkona hjá Leikfélagi Reykjavíkur frá 1964.
 
Sigríður var um árabil ein þekktasta leikkona landsins og lék mörg eftirminnileg hlutverk, einkum á sviði en einnig lék hún í fjölda útvarps- og sjónvarpsleikrita og í kvikmyndum. Eitt þekktasta hlutverk hennar var annað aðalhlutverkið, hlutverk Stellu í kvikmyndinni [[Börn náttúrunnar]] árið 1991 en myndin var tilnefnd til [[Óskarsverðlaunin|Óskarsverðlauna]] sem besta erlenda kvikmyndin árið 1992 auk þess sem Sigríður var tilnefnd til evrópsku Felix kvimyndaverðlaunanna sem besta leikakona í aðalhlutverki árið 1991 fyrir hlutverk sitt í myndinni. Sama ár var Sigríður kosin af [[Alþingi]] í heiðurslaunaflokk listamanna.
 
Árið 1970 hlaut Sigríður íslensku leiklistarverðlaunin, Silfurlampann fyrir leik sinn í hlutverki Nell í leikritinu Hitabylgju og þann 1. janúar 1992 var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til leiklistar.<ref>''Mbl.is'', [https://www.mbl.is/greinasafn/grein/98299/ „Sigríður Hagalín leikkona látin“], 29. desember 1992. (skoðað 14. maí 2019) </ref> <ref>''Mbl.is'', [https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1490205/ „Merkir Íslendingar - Sigríður Hagalín“], 7. desember 2003, (skoðað 14. maí 2019) </ref>