„Stríðið í Afganistan (2001–2021)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
'''Stríðið í Afganistan''' er stríð sem hófst þegar [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] og aðildarþjóðir [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]] réðust inn í [[Afganistan]] árið 2001. Stríðið er lengsta stríð í sögu Bandaríkjanna.
 
Eftir [[Hryðjuverkin 11. september 2001|árásina á tvíburaturnana]] í New York þann 11. september árið 2001 lýsti [[George W. Bush]] Bandaríkjaforseti yfir [[Stríðið gegn hryðjuverkum|stríði gegn hryðjuverkum]]. Þegar kom á daginn að hryðjuverkasamtökin [[Al-Kaída]] og foringi þeirra, [[Osama bin Laden]], hefðu staðið að baki árásinni beindust sjónir Bandaríkjamanna til Afganistan. Bin Laden og aðrir foringjar þeirrasamtakanna dvöldust þar í skjóli ríkisstjórnar [[Talíbanar|Talíbana]], sem höfðu komist til valda í landinu árið 1996.
 
Bandaríkjamenn sendu Talíbönum úrslitakosti og heimtuðu að bin Laden yrði framseldur í varðhald Bandaríkjahers, en Talíbanar höfnuðu þessum kröfum.<ref>{{Vefheimild|titill=Þrátefli í Afganistan|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-02-22-thratefli-i-afghanistan/|útgefandi=''Kjarninn''|höfundur=Björn Malmquist|ár=2017|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. maí}}</ref> Bandaríkjamenn hófu í kjölfarið sprengjuárásir á Afganistan þann 7. október 2001 með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]]. Bandaríska innrásarhernum tókst að hertaka [[Kabúl]] í desember árið 2001 og binda þannig end á stjórn Talíbana í landinu. Osama bin Laden og öðrum höfuðpaurum Al-Kaída tókst hins vegar að flýja yfir landamærin til [[Pakistan]].<ref>{{Bókaheimild|titill=Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|útgefandi=Mál og menning|ár=2018|isbn=978-9979-3-3683-9|bls=299}}</ref>