„Yasser Arafat“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 44:
PLO hrökkaðist frá Líbanon í borgarastyrjöldinni 1982 og settu næst upp höfuðstöðvar í [[Túnis]]. Næstu árin gekk baráttan áfram hægt en árið 1988 var stigið stórt skref þegar Arafat lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]] og [[Gasaströndin|Gasaströndinni]] auk þess sem PLO afneitaði hryðjuverkum. Í kjölfar hófust samningaumleitarnir og árið 1993 var [[Oslóarsamkomulagið]] undirritað. Þar viðurkenndi Arafat formlega Ísrael og [[Yitzhak Rabin]] forsætisráðherra viðurkenndi PLO sem fulltrúa Palestínumanna sem fengu í kjölfarið aukna sjálfstjórn. Arafat gat þá loks snúið til baka til Palestínu eftir margra ára útlegð og kom á fót höfuðstöðvum á Vesturbakkanum. Þeir Arafat og Rabin, auk [[Shimon Peres]] utanríkisráðherra Ísraels, hlutu [[friðarverðlaun Nóbels]] árið eftir.
 
Þrátt fyrir þetta tímamóta samkomulag þokaðist lítið áfram. Áframhaldandi samningaviðræður skiluðu engu og ofbeldi mikið á báða bóga, bæði með hyðjuverkum og beinum hernaði. Rabin var myrtur af andstæðingi friðarsamkomulagsins árið 1995 og harðlínumaðurinn [[Benjamin Netanyahu]] , sem taldi friðarviðræður við Palestínumenn tímasóun, náði völdum. Viðræður skiluðu því litlu næstu árin og önnur uppreisn Palestínumanna braust úr árið 2000. [[Árásin á Tvíburaturnana|Hryðjuverkaárásirnir í Bandaríkjunum í september 2001]] og [[stríðið gegn hryðjuverkum]] sem [[George W. Bush]] lýsti yfir í kjölfarið áttu enn eftir að þrengja stöðu Arafat og íbúa Palestínu.
 
== Arfleið ==