„John Lennon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
|colspan="2" style="text-align:center;font-size:larger;"|'''John Lennon'''
|-
| colspan="2" style="padding-bottom:1em;text-align:center;"|[[Image:Lennon 01.jpg|200px]]<br><small>John Lennon árið 1969</small>
|-
| style="vertical-align: top; text-align: left;" | '''Fæddur'''
Lína 10:
| style="vertical-align: top; text-align: left;" | '''Dáinn'''
| style="vertical-align: top; text-align: left;" | [[8. desember]] [[1980]] , <br>[[New York borg|New York]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
|-
| style="vertical-align: top; text-align: left;" | '''Ár starfandi'''
| style="vertical-align: top; text-align: left;" | 1957-1975,1980
|-
| style="vertical-align: top; text-align: left;" | '''Makar'''
| style="vertical-align: top; text-align: left;" | [[Cynthia Lennon]]<br>[[Yoko Ono]]
|}
 
 
'''John Winston Ono Lennon''', ([[9. október]], [[1940]] - [[8. desember]], [[1980]]), (fæddur '''John Winston Lennon''') var [[England|enskur]] tónlistarmaður og lagahöfundur. Hann var helst þekktur sem stofnandi og meðlimur [[Bítlarnir|Bítlanna]].
 
==Æviágrip==
===Æska===
John Lennon var fæddur í [[Liverpool]] á [[England]]i. Móðir hans var Julia Stanley Lennon og faðir hans var Alfred Lennon (kallaður Freddie). Þegar John var ungur drengur yfirgaf faðir hans fjölskylduna og í kjölfarið fól móðir hans systur sinni, Mary Smith (kölluð Mimi), að ala hann upp. Hjá Mimi frænku sinni og hennar manni var John það sem eftir var barnæsku sinnar og á unglingsárum, en hitti þó móður sína reglulega.
 
Lína 20 ⟶ 29:
Árið [[1958]], þegar John var 17 ára, dó Julia Lennon í bílslysi. Þessi atburður hafði mikil áhrif á John og síðar skírði hann son sinn, Julian, í höfuðið á henni. Einnig samdi hann lagið „Julia“ til hennar. Julia hafði sjálf haft tónlistarhæfileika og kenndi John að spila á [[banjó]].
 
===Bítlarnir===
{{aðalgrein|Bítlarnir}}
[[George Harrison]] gekk til liðs við The Quarrymen árið 1958 og [[Ringo Starr]] árið [[1960]], eftir að nafni hljómsveitarinnar hafði verið breytt í The Beatles. Lennon er almennt talinn hafa verið leiðtogi sveitarinnar á upphafsárum hennar.
 
Árið [[1962]] giftist John Cynthiu Powell, sem hann hafði verið í sambandi við í nokkur ár og árið [[1963]] eignuðust þau soninn Julian. Þegar vinsældir Bítlanna fóru að aukast, á árinu 1963, ráðlagði umboðsmaður þeirra, Brian Epstein, John að halda hjónabandinu leyndu frá almenningi. Cynthia Lennon var því aldrei í sviðsljósinu þrátt fyrir hinar gífurlegu vinsældir Bítlanna. Þau skildu árið [[1968]] eftir að Cynthia komst að því að John hafði verið að halda framhjá sér með [[Japan|japönsku]] listakonunni [[Yoko Ono]].
 
Árið [[1966]] sagði John, í viðtali við breskan blaðamann, að Bítlarnir væru orðnir vinsælli en [[Jesús]]. Nokkrum mánuðum seinna var hluti af viðtalinu birtur í bandarísku blaði og olli þessi staðhæfing þá miklu fjaðrafoki í Bandaríkjunum (aðallega í suðurríkjunum). Margar útvarpsstöðvar bönnuðu tónlist Bítlanna og haldnar voru samkomur þar sem plötur þeirra voru brenndar. Til að bregðast við þessu héldu bítlarnir blaðamannafund, þar sem John baðst afsökunar. Sumir voru tilbúnir til þess að samþykkja afsökunarbeiðnina, aðrir ekki, en á endanum fjaraði málið út.
Lennon og Ono urðu brátt óaðskiljanleg og voru saman nánast öllum stundum. Yoko fylgdi Lennon iðulega í stúdíóið þar sem Bítlarnir sömdu og tóku upp lög. Margir hafa talið þetta eina aðal ástæðu þess að hljómsveitin liðaðist í sundur, þar sem þetta á að hafa valdið togstreitu innan sveitarinnar. Lennon og Ono giftust árið [[1969]].
 
Eftir að Lennon og Ono tóku saman, urðu bráttþau óaðskiljanleg og voru saman nánast öllum stundum. Yoko fylgdi Lennon iðulega í stúdíóið þar sem Bítlarnir sömdu og tóku upp lög. Margir hafa talið þetta eina aðal ástæðu þess að hljómsveitin liðaðist í sundur, þar sem þetta á að hafa valdið togstreitu innan sveitarinnar. Lennon og Ono giftust árið [[1969]].
 
Árið 1969 tilkynnti Lennon hinum bítlunum að hann væri hættur í hljómsveitinni. Forstjóri Apple útgáfufyrirtækisins bað hann þó um að halda því leyndu að hann væri hættur. Í [[apríl]] [[1970]] tilkynnti Paul McCartney það opinberlega að Bítlarnir væru hættir saman, án þess að ráðfæra sig við hina Bítlana.
 
===Sólóferill===
Lennon hóf sólóferil strax eftir að bítlarnirBítlarnir hættu saman og gaf út plötuna ''[[Plastic Ono Band]]'' árið 1970. Árið [[1971]] kom svo út platan ''[[Imagine]]'', þar sem er m.a. að finna lagið „[[Imagine]]“, eitt frægasta lag Lennons.
 
Árið 1971 fluttust Lennon og Ono til [[New York borg|New York]] og átti Lennon aldrei eftir að koma aftur til Englands eftir það.
Lína 41 ⟶ 55:
 
[[8. desember]] sama ár lést John Lennon svo með sviplegum hætti þegar Mark David Chapman, geðsjúkur „aðdáandi“, skaut Lennon fjórum skotum í bakið fyrir utan Dakota bygginguna í New York, þar sem John og Yoko áttu heima.
 
Áður en John lést voru hann og Yoko byrjuð að vinna að annarri sameiginlegri plötu. Nokkur ár liðu áður en Yoko gat fengið sjálfa sig til þess að klára plötuna, en hún kom að lokum út sem ''[[Milk and Honey]]'' árið [[1984]].
 
==Útgefið efni==
 
===Með Bítlunum:===
{{aðalgrein|Bítlarnir}}
 
===Sóló eða með Yoko Ono:===
* ''[[Plastic Ono Band]]'' ([[1970]])
* ''[[Imagine]]'' ([[1971]])
* ''[[Some Time in New York City]]'' ([[1972]])
* ''[[Mind Games]]'' ([[1973]])
* ''[[Walls and Bridges]]'' ([[1974]])
* ''[[Rock 'n' Roll]]'' ([[1975]])
* ''[[Double Fantasy]]'' ([[1980]])
* ''[[Milk and Honey]]'' ([[1984]])
 
[[Flokkur:Enskir tónlistarmenn]]