„Rúnir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar ReynsiSpeinsi2.0 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Svarði2
Merki: Afturköllun
Eniisi Lisika (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Elstu rúnir sem fundist hafa eru frá seinni hluta 2. aldar og voru þær algengar næstu þúsund árin um norðanverða [[Evrópa|Evrópu]], einkum á [[Norðurlönd]]um. Með útbreiðslu [[kristni]] fylgdi latneska stafrófið inn í þjóðfélög [[germanir|germana]] og notkun rúnaletursins stórminnkaði allt frá 12. öld. Þó var það talsvert notað á Norðurlöndum allt fram á 14. öld og voru rúnir í notkun (einkum til skrauts) á einstaka stað allt fram um lok 19. aldar.
 
Allra elsta rúnaristan, sem þekkt er, er frá því um 150 e. Kr. á greiðu úr horni sem fannst í Vimose á [[Fjón]]i. Næst elstu rúnaristurnar eru frá seinni hluta 2. aldar og virðist rúnastafrófið hafa þá þegar verið komið í fastar skorður. Allar ristur frá 2. og 3. öld eru mjög stuttar, eitt eða tvö orð. Flestar þeirra hafa fundist í Suður-[[Skandinavía|Skandinavíu]], á [[Jótland]]i, [[Sjáland]]i, [[Fjón]]i og á [[Skánn|Skáni]] og bendir það til þess að rúnir séu upprunnar þaðan.
 
Fræðimönnum ber ekki saman um hver fyrirmynd rúnanna sé. Þó er talið að fyrirmyndina gæti verið að finna annaðhvort í latneska eða [[Gríska stafrófið|gríska stafrófinu]] eða í fornum norðurítölskum starfrófum. Hins vegar er ljóst að rúnirnar eru mótaðar af einhverjum sem var kunnugur stafrófum menningarheims [[Miðjarðarhafið|Miðjarðarhafsins]].
Lína 18:
=== Eldri rúnaröð ===
[[Mynd: Futhark24.svg|thumb|400px|Eldri rúnaröðin]]
Elsta rúnastafrófið sem nefnt er eldri rúnaröðin eða fuþark hið eldra samanstóð af 24 táknum og samsvöruðu þau sennilega nokkurn veginn hljóðkerfi frumnorrænu. Hljóðgildi nokkurra rúnanna er ekki vitað með öruggri vissu en flest táknin eru áþekk samsvarandi latneskum bókstöfum og er framburður þeirra flestra þekktur með nokkuð öruggri vissu. Form táknanna — bein strik sem standa lóðrétt eða hallandi — benda til að þau hafi upphaflega verið ætluð til að vera skorin, rist eða höggvin í fremur harðan flöt en ekki skrifuð á skinn eða pappír. Engar rúnaristur í tré hafa varðveist frá tímum fornnorrænu þó það hafi sennilegast verið algengasta ristunarefnið og má ætla að það sé vegna þess að tré er forgengilegt. Allar varðveittar áletranir eru ristar í stein, málm, horn eða bein. [[Mynd:Kam-med-runer-fra-Vimose DO-4148 2000.jpg|thumb|350|Greiða úr horni sem fannst í Vimose á Fjóni. Elsta rúnaristan]]Elstu rúnaristurnar eru frá 150 til 200 e. Kr. og fundust í suðurhluta [[Danmörk|Danmerkur]]. Í Skandinavíu hafa fundist um 370 af þeim samtals um 700 rúnaristum með eldri rúnaröð sem fundist hafa. Rúnaristur frá því fyrir árið 800 hafa fundist allt frá [[Búrgund]]ar-héraði í Frakklandi í vestri til [[Rúmenía|Rúmeníu]] í austri og frá Norður-[[Þrændalög]]um í norðri til [[Bosnía|Bosníu]] í suðri. Þessar ristur er að finna á vopnum, skartgripum, steinum og áhöldum. Textarnir eru oftast afar stuttir, nöfn, áheit eða stuttir textar (til dæmis ristan á gullhorninu frá Gallehus á [[Jótland]]i: '''ek hlewagastiR ÷ holtijaR ÷ horna ÷ tawido ÷''' Það er: ''Ek Hlewagastiz Holtijaz horna tawido'' sem þýðir ''Ég HlewagastiR HoltijaR'' (''frá Holti eða sonur Holta'') ''gerði hornið''.<ref>Rune. 2004. Bls 122.</ref>
 
Af þeim 50 rúnasteinum sem voru reistir sem minnisvarðar fyrir árið 800 og fundist hafa eru 35 í [[Noregur|Noregi]]. Rúnaristur má finna um stóran hluta meginlands Vestur-Evrópu þar sem germanskir þjóðflokkar fóru um á [[Þjóðflutningatíminn|þjóðflutningatímanum]] á 3. til 6. öld. Flestir gripir hafa fundist stakir en sérlega margir skartgripir með rúnaáletrunum hafa fundist í gröfum í suðurhluta [[Þýskaland]]s frá 6. öld.
Lína 38:
|'''ᚠ'''
|'''f'''
|'''*''fehu''''' "fé"„fé“
|[[File:Runic letter haglaz.svg|14x20px]]
|'''ᚺ'''
|'''h'''
|'''*''hagla''''' "hagl"„hagl“
|[[File:Runic letter tiwaz.svg|14x20px]]
|'''ᛏ'''
|'''t'''
|'''*''Tīwaz''''' "Týr"„Týr“
|-
|[[File:Runic letter uruz.svg|14x20px]]
|'''ᚢ'''
|'''u'''
|'''*''ūruz''''' "úruxi"„úruxi“
|[[File:Runic letter naudiz.svg|14x20px]]
|'''ᚾ'''
|'''n'''
|'''*''naudiz''''' "nauð„nauð, neyð"neyð“
|[[File:Runic letter berkanan.svg|14x20px]]
|'''ᛒ'''
|'''b'''
|'''*''berkana''''' / '''*''berkō''''' "birki„birki, börkur"börkur“
|-
|[[File:Runic letter thurisaz.svg|14x20px]]
|'''ᚦ '''
|'''þ'''
|'''*''þurisaz''''' "þurs"„þurs“
|[[File:Runic letter isaz.svg|14x20px]]
|'''ᛁ'''
|'''i'''
|'''*''īsaz''''' "ís"„ís“
|[[File:Runic letter ehwaz.svg|14x20px]]
|'''ᛖ'''
|'''e'''
|'''*''ehwaz''''' "hestur"„hestur“
|-
|[[File:Runic letter ansuz.svg|14x20px]]
|'''ᚨ'''
|'''a'''
|'''*''ansuz''''' "guð"„guð“
|[[File:Runic letter jeran.svg|14x20px]]
|'''ᛃ'''
|'''j'''
|'''*''jēra''''' "ár"„ár“
|[[File:Runic letter mannaz.svg|14x20px]]
|'''ᛗ'''
|'''m'''
|'''*''mannaz''''' "maður"„maður“
|-
|[[File:Runic letter raido.svg|14x20px]]
|'''ᚱ'''
|'''r'''
|'''*''raidō''''' "reið„reið, ferð"ferð“
|[[File:Runic letter iwaz.svg|14x20px]]
|'''ᛇ'''
|'''ï'''
|'''*''īwaz''''' "Ýviður"„Ýviður“
|[[File:Runic letter laukaz.svg|14x20px]]
|'''ᛚ'''
|'''l'''
|'''*''laukaz''''' "laukur"„laukur“ / '''*''laguz''''' "vatn„vatn (lögur)"
|-
|[[File:Runic letter kauna.svg|14x20px]]
|'''ᚲ'''
|'''k'''
|'''*''kauna''''' "kaun„kaun = sár, sýking"sýking“
|[[File:Runic letter pertho.svg|14x20px]]
|'''ᛈ'''
|'''p'''
|'''*''perþō''''' "runni"?„runni“('''?)
|[[File:Runic letter ingwaz.svg|14x20px]]
|'''ᛜ'''
|'''ŋ'''
|'''*''Ingwaz''''' "Freyr"„Freyr“
|-
|[[File:Runic letter gebo.svg|14x20px]]
|'''ᚷ'''
|'''g'''
|'''*''gebō''''' "gjöf"„gjöf“
|[[File:Runic letter algiz.svg|14x20px]]
|'''ᛉ'''
|'''z'''
|'''*''algiz''''' "elgur"„elgur“
|[[File:Runic letter dagaz.svg|14x20px]]
|'''ᛞ'''
|'''d'''
|'''*''dagaz''''' "dagur"„dagur“
|-
|[[File:Runic letter wunjo.svg|14x20px]]
|'''ᚹ'''
|'''w'''
|'''*''wunjō''''' "njóta"„njóta“
|[[File:Runic letter sowilo.svg|14x20px]]
|'''ᛊ'''
|'''s'''
|'''*''sōwulō''''' "sól"„sól“
|[[File:Runic letter othalan.svg|14x20px]]
|'''ᛟ'''
|'''o'''
|'''*''ōþala''''' "óðal"„óðal“
|}
 
Lína 173:
Um 80 rúnaristur hafa fundist á Grænlandi, af þeim hafa 45 fundist í [[Eystribyggð]] og hinar í [[Vestribyggð]] með einni undantekningu. Á eyjunni [[Kingittorsuaq steinninn|Kingittorsuaq]] norðvestur af Upernavik á því svæði sem norrænir menn á Grænlandi nefndu [[Norðurseta|Norðursetu]] hefur einn rúnasteinn fundist.<ref>Ingstad. 1960.</ref>
 
Elsta rúnaristan er álitin vera frá byrjun 11. aldar og er rist á trékefli og fannst við [[Narsaq]] í [[Kujalleq]]-sveitarfélaginu. Eru rúnir á þremur hliðum keflisins, á einni hlið er öll 16 tákna yngra Fuþark-röðin ristuð. Tvær af rúnunum, B- og R-rúnin, hafa sérstakt grænlenskt form. Á annarri hlið er textinn '''+ o : sa ÷ sa ÷ sa ÷ is ÷ osa ÷ sat + bibrau ÷ haitir ÷ mar ÷ su ÷ is ÷ sitr ÷ o ÷ blan-- ...''' sem þýðir ''Á sæ'', '''', '''', ''es Ása sát. bibrau heitir mær sú es sitr á Bláni / Blánum (?) ...'' Á þriðju hliðinni eru dulrúnir sem ekki hefur tekist að þýða.<ref>Moltke. 1959.</ref>
 
Næst elsta ristan er frá upphafi 13. aldar, legsteinn frá [[Brattahlíð|Bröttuhlíð]] sem á er rist: '''laiþi ink=ibiarkar''', það er: ''Leiði Ingibjargar''.
Lína 187:
Í [[Grænlandsannáll|Grænlandsannál]] þeim sem [[Björn Jónsson á Skarðsá]] skráði um 1636 er sagt frá Líka-Loðni sem á að hafa verið uppi um miðja 11. öld. Á sumrum fór Líka-Loðinn norður fyrir byggðir og sótti lík sæfarenda og veiðimanna sem höfðu látist fjarri mannabyggðum. Fann hann oft líkin í hellisskútum og fann þar ósjaldan rúnaristur sem sögðu frá afdrifum hinna látnu.<ref>j þeßum nordur hafs botna ïs, hafa flest skip forgeingid alltijd fordum, sem margt seigir af ï Tosta þætti, þviat Lijka-Lodin. tök þar af auknefni sitt, ad hann kannadi opt ä Sumrum nordur öby • gdir, og flutti lijk manna til kirkiu er hann fann ï hellum og skütum, þar sem þeir hofdü af ïsum edur skipbrotum komid, Enn hiä þeim läu jafnann ristnar Rú´ner um alla atburdi þeirra ó´fara og kvalninga. (úr handriti AM 115 8o, prentað hjá Magerøy 1993, bls. 30)</ref>
 
Í [[Sturlunga saga|Sturlungasögu]] er meðal annars sagt frá Ingimundi presti Þorgeirssyni og förum hans en skip það sem hann ferðaðist á fórst við austurströnd Grænlands og lík hans fannst þar í helli. Hjá honum í hellinum var vaxspjald þar sem mátti lesa með rúnaletri um afdrif hans. <ref> Skip þeira kom í óbygg[ð]ir á Grænlandi, ok týndust menn allir. En þess varð svá víst, at fjórtán vetrum síðar fannst skip þeira, ok þá fundust sjau menn í hellisskúta einum. Þar var Ingimundr prestr. Hann var heill ok ófúinn ok svá klæði hans, en sex manna bein váru þar hjá honum. Vax var ok þar hjá honum ok rúnar þær, er sögðu atburð um líflát
þeira. (Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn 1946 bls. 138)</ref>
 
Lína 210:
 
Fleiri dæmi eru til um að rúnir hafi komið af himnum ofan eða frá æðri máttarvöldum.
 
Það er þó athyglisvert að mjög fá dæmi er að finna þar sem [[æsir]] eru nefndir í þeim rúnaristum sem fundist hafa. Það er hins vegar ekkert sem bendir til að rúnir og rúnanotkun hafi í sjálfu sér verið tengt ásum og fornum sið enda hafði kirkjan ekkert við rúnanotkun að athuga fyrstu aldirnar eftir kristnitöku á Norðurlöndum. Sem dæmi um það má nefna að stór hluti af rúnaristum eru tengdar kirkjunni, á kirkjugripum og ekki síst á [[Legsteinn|legsteinum]].
 
Lína 215 ⟶ 216:
 
Um árið 98 lýsti rómverski sagnfræðingurinn [[Tacitus]] aðferðum Germana: „Þeir [Germanar] sníða grein af aldintré og hluta í smábúta, er þeir aðgreina með mismunandi merkjum; strá svo bútunum án greinarmunar og af handahófi á hvítt klæði“.<ref>Tacitus. 2001. Bls. 66.</ref>
 
Í íslenskum miðaldaritum er á allmörgum stöðum skrifað um blótspán og að „að fella blótspán“ sem sennilega hefur verið athöfn lík þeirri sem Tacitius lýsti. Einnig er talað um í [[Völuspá]] að „kjósa hlautvið“<ref> http://www.heimskringla.no/wiki/V%C3%B6lusp%C3%A1 Völuspá á Heimskringlu.no</ref>. Engar lýsingar eru hins vegar hverskonar merki eða tákn voru rist á kvistina.
 
[[Mynd:Kvistrunir.jpg|thumb|300px|Kvistrúnir]]
Þegar Yngri rúnaröðin var notuð við [[Galdrar|galdra]] eða [[Spádómur|spádóma]] voru rúnirnar flokkaðar í þrjár ættir, '''Freysætt''' (f u þ ą r k), '''Hagalsætt''' sem einnig var nefnd '''Heimdallsætt''' (h n i a s) og '''Týsætt''' (t b m l y). Þessi ættarflokkun var einnig notuð þegar átti að erfiða fyrir með lestur og þýðingu á rúnaristuninni með svo nefndum dulrúnum eða leynirúnum. Byggði það á því að ættirnar voru tölusettar (í öfugri röð):
 
3: f u þ a r k (Freysætt)
2:# hf nu iþ a sr k (HagalsættFreysætt);
1:# th bn mi la ys (TýsættHagalsætt);
# t b m l y (Týsætt).
 
Hver rún hafði þá tvær tölur, ættartöluna og raðtöluna. Ýmsar gerðir tákna voru notuð til að skrifa dulrúnirnar, til dæmis kvistrúnir en þær voru þannig gerðar að settir voru kvistir sitt hvoru megin við lóðrétt strik til hægri fyrir ættartöluna og vinstra megin fyrir raðtöluna.