„Menntaskólinn á Akureyri“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Smá bæklingatónn
Lína 1:
[[Mynd:Menntaskólinn á Akureyri.jpeg|thumb|Gamli skóli, elsta hús Menntaskólans á Akureyri]]
<onlyinclude>'''Menntaskólinn á Akureyri''' ([[latína]] ''Schola Akureyrensis'') er [[Ísland|íslenskur]] [[framhaldsskóli]] sem er á [[Brekkan (Akureyri)|Brekkunni]] á [[Akureyri]]. Skólinn á sér langa sögu og hafa margir [[Frægð|frægir]] Íslendingar haft viðkomu þar í gegnum tíðina. Í dag er skólinn [[bóknámsskóli]] sem býður upp á þriggja ára nám til [[stúdentspróf]]s frá hausti 2016. Hann býður upp á sveigjanleg námslok til stúdentsprófs, 3, 3 1/2 eða 4 ár.
</onlyinclude>
[[Mynd:Heimavistir Menntaskólans á Akureyri.jpeg|thumb|Sameiginleg [[#Heimavist|Heimavist]] og [[#Nemendagarðar|nemendagarðar]] Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri]]
 
== Saga ==
Upphaf Menntaskólans á Akureyri er yfirleitt rakið til stofnunar [[Möðruvallaskóli|Möðruvallaskóla]] á [[Möðruvellir (Hörgárdal)|Möðruvöllum í Hörgárdal]] [[1880]]. Þó má líta á skólann sem beint framhald af því skólahaldi sem fór fram á [[Hólar í Hjaltadal|Hólum í Hjaltadal]] allt frá biskupstíð [[Jón Ögmundsson|Jóns Ögmundssonar]] um [[1106]] og stóð til [[1802]] þegar [[Hólaskóli (1106-18021106–1802)|Hólaskóli]] var lagður niður með [[konungsbréf]]i. Um leið og Hólaskóli hafði verið lagður niður hófst barátta [[Norðurland|Norðlendinga]] fyrir því að „norðlenski skólinn“ yrði endurreistur. Stofnun Gagnfræðaskólans á Möðruvöllum [[1880]] var sigur í þeirri baráttu.
 
[[1902]] [[Bruni|brann]] skólahúsið á Möðruvöllum og var skólinn þá fluttur um set til Akureyrar og var þá kallaður Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Fyrstu tvö árin á Akureyri hafði hann aðsetur í [[Hafnarstræti (Akureyri)|Hafnarstræti]] 53 en fluttist svo inn í hið nýja Gagnfræðaskólahús við Eyrarlandsveg haustið [[1904]] þegar bygging þess var langt komin, húsið er enn í notkun og kallast nú Gamli skóli. [[1905]] var skólinn tengdur [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] þannig að nemendur gátu tekið fyrstu þrjú ár hans á Akureyri og sest svo beint í fjórða bekk í Reykjavík.
 
Á árunum [[1924]]-[[1927]]1924–1927 fór svo fram menntaskólakennsla í fyrsta sinn í skólanum þ.e. seinni þrjú árin til viðbótar við þau þrjú sem áður hafði verið boðið uppá. Þeir nemendur sem luku því námi fengu svo utanskóla stúdentspróf frá MR vorið 1927. Á árunum 1927-19301927–1930 var mikil togstreita um það á Alþingi og í ráðuneytum hvort leyfa ætti skólanum að braustskrá stúdenta. Þeirri baráttu lauk ekki fyrr en [[1930]] þegar skólinn var gerður alfarið að fmenntaskóla og tók sér núverandi nafn. Síðan 1930 hefur skólinn stækkað mjög við sig í nemendafjölda og húsakosti og nú stunda þar um 750 manns nám og skólinn útskrifar rúmlega 150 stúdenta á ári hverju.
 
== Námsframboð - ný Námskrá frá 2010 ==
Menntaskólinn á Akureyri er hefðbundinn bóknámsskóli sem býður upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs. Skólinn er bekkjaskóli. Einnig gefst einstaklingum nokkur kostur á valáföngum innan hvers sviðs.
 
Árið 2008 voru samþykkt ný lög um framhaldsskóla á Íslandi. Menntaskólinn á Akureyri var einn þeirra skóla sem valinn var til að vera í fararbroddi við ritun nýrrar námskrár. Haustið 2010 hóf MA kennslu eftir nýrri námskrá í 1. bekk og fyrstu stúdentar samkvæmt nýrri námskrá voru brautskráðir vorið 2014.
 
Menntaskólinn á Akureyri býður áfram upp á fjögurra ára nám til stúdentsprófs, eða 240 framhaldsskólaeiningar. Námið skiptist í kjarna og val, en val hefur verið aukið í nýju kerfi og er nú um fjórðungur námsins. Nemendur geta ýmist valið sér kjörsviðsgreinar eða áfanga í frjálsu vali. Síðustu stúdentar eftir því kerfi verða brautskráðir 2019.
 
Haustið 2016 voru nemendur innritaðir skv. nýrri námskrá sem býður upp á sveigjanleg námslok. Þá geta nemendur valið sér námstíma frá þremur til fjögurra ára. Þeir sem kjósa þriggja ára leiðina munu brautskrást fyrst 2019. MA hefur lengi haft leið fyrir nemendur til að ljúka stúdentsprófi 19 ára, með því að taka við öflugum nemendum beint úr 9. bekk grunnskóla.
 
Á 1. og 2. ári fást nemendur aðallega við kjarnagreinar en lokaárið samanstendur að langmestu leyti af valgreinum. Á fjórða ári er einnig gert ráð fyrir því að allir nemendur vinni að lokaverkefni í samræmi við áhugasvið og áherslur í náminu og er það liður í framúrskarandi undirbúningi fyrir áframhaldandi nám.
 
Allir nemendur í 1. bekk taka íslandsáfangann, sem er tvískiptur stór samsettur áfangi, um það bil helmingur námseininga á fyrsta ári. Annars vegar er um að ræða '''menningarlæsi''' með áherslu á íslensku, sögu og samfélagsgreinar, og hins vegar '''náttúrulæsi''', með áherslu á íslensku, jarðfræði og náttúrufræðigreinar.
 
Aðrar námsgreinar sem allir nemendur taka eru stærðfræði, íslenska, enska, danska, þýska/franska, félagsfræði, saga, líffræði, jarðfræði, landafræði, eðlis- og efnafræði, íþróttir og velgengnisdagar (lífsleikni og fleira). Þessar greinar eru skilgreindar sem hluti af breiðri almennri menntun.
 
Í skólanum er í mörgum greinum lögð áhersla á samvinnu og samþættingu námsgreina. Það hefur um árabil verið svo á ferðamálakjörsviði málabrautar, en verður eftir breytinguna aðgengilegt fleiri nemendum. Íslandsáfangarnir eru samvinnuverkefni margra kennara og þannig hefur enska og landafræði verið kennd saman.
Lína 42:
 
== Félagslíf ==
Menntaskólinn á Akureyri er rótgróin stofnun þar sem nokkuðNokkuð er um gamlar hefðir í skólanum og má til dæmis nefna þegar nemendur safnast á ganga Gamla skóla til þess að reyna að syngja fyrir fríi. Árshátið skólans hefur löngu fest sig í sessi og er haldin á ári hverju í kringum [[Fullveldisdagurinn|fullveldisdaginn]] 1. desember. Sú hátíð er vímulaus eins og allar samkomur á vegum skólans og skólafélagsins.
 
=== Skólafélagið Huginn ===
Skólafélagið '''Huginn''' sér um skipulag félagslífsins, gefur út skólablaðið ''Muninn'' og stendur fyrir viðburðum á borð við ''Ratatosk'' sem eru opnir dagar þar sem brugðið er útaf hefðbundinni stundaskrá skólans og boðið upp á ýmiss konar fyrirlestra og námskeið. Undir skólafélaginu starfa svo fjölmörg félög eins og leikfélagið LMA, tónlistarfélag, íþróttafélag, kór, ljósmynda- og myndbandafélag, kaffivinafélag og svo framvegis. Algengt er að nöfn félaganna séu skammstöfuð og enda þau þá ávallt á MA, þar má nefna HÍMA og VÍMA sem eru stjórnmálafélög skólans (Hægri menn í MA og Vinstri menn í MA). Núverandi formaður Hugins er Kolbrún Ósk.
 
Eitt af því sem einkennir mjög andrúmsloftið í skólanum er það að nemendur hans koma alls staðar af landinu en stór [[heimavist]] er við skólann, um helmingur nemenda skólans kemur ekki frá Akureyri.
 
=== Leikfélag Menntaskólans á Akureyri ===
=== LMA ===
'''LMA''' eða '''Leikfélag Menntaskólans á Akureyri''' er(LMA) eitthefur elstasett framhaldsskólaleikfélag landsins og hafaupp fjölmörg leikverk verið sett upp hjá þeim. Nú síðustu ár hefur myndast hefð fyrir því að söngleikir eruséu settir upp þegar fer að vora. Sem dæmi var árið 2014 settur upp rokksöngleikurinn ''Vorið Vaknarvaknar'' í leikstjórn Jóns Gunnars, árið 2015 söngleikurinn "''Rauða myllan"'' í leikstjórn Garúnar og eins "''[[Konungur ljónanna"]]'' í leiksjórn Völu Fannell. Síðasta leikrit sem LMA setti upp var "''Útfjör"'', árið 2019 í leikstjórn Önnu Gunndísar Guðmundsdóttur.
 
== Hús skólans ==
Lína 61 ⟶ 62:
 
=== Möðruvellir ===
Möðruvellir voru teknir í notkun [[1968]] og er húsið nefnt eftir Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem fyrirrennari Menntaskólans á Akureyri var eitt sinn. Húsið hefur frá upphafi verið notað að mestu til [[Raungreinar|raungreinakennslu]], í kjallara þess var aðalsamkomusalur skólans á árunum 1968-19961968–1996. Í kjallaranum eru nú tölvuver og aðstaða nemendafélagsins.
 
=== Heimavist ===
Framkvæmdir við núverandi heimavist MA hófust [[1946]] en verkið gekk hægt og lauk því ekki fyrr en um [[1970]]. Fram að því hafði heimavist skólans verið í Gamla skóla. [[Bókasafn]] skólans var lengi hýst í húsi heimavistarinnar.
 
=== Hólar ===
Hólar voru teknir í notkun [[1996]] og eru nefndir eftir Hólum í Hjaltadal. Byggingin stendur á milli Gamla skóla og Möðruvalla og tengist þeim með göngum þannig að nú er innangengt milli allra kennsluhúsa skólans. Á Hólum er aðalinngangur skólans, bókasafnið og stór samkomusalur sem kallaður er
 
'''Kvosin'''. Þar er einnig vinnuaðstaða fyrir kennara og nokkrar kennslustofur sem eru mest notaðar fyrir kennslu í [[Félagsvísindi|félagsvísindagreinum]], [[Íslenska|íslensku]] og [[Saga|sögu]].
 
=== Nemendagarðar ===
Nýir nemendagarðar voru teknir í notkun [[2003]] austan við eldri heimavist. Í húsinu eru 118 smáíbúðir sem ætlaðar eru bæði nemendum við MA sem og [[Verkmenntaskólinn á Akureyri|VMA]].
 
== Þekktir nemendur ==
:''Fyrir lista yfir þekkta nemendur skólans má sjá [[Þekktir nemendur Menntaskólans á Akureyri|þekkta nemendur Menntaskólans á Akureyri]].''
 
== Tenglar ==
* [http://www.ma.is/ Vefsíða Menntaskólans á Akureyri]
*[[Skólasöngur Menntaskólans á Akureyri]]
* [http://www.muninn.is/ Vefútgáfa Munins, skólablaðs Menntaskólans á Akureyri]
* [http://www.muninn.is/huginn/undirfelog/ Félög í Menntaskólanum á Akureyri]
 
{{töflubyrjun}}
{{Sigurvegari | fyrir=[[Menntaskólinn við Sund]] | titill=Sigurvegari [[Gettu betur]] | ár=[[1991]]-[[1992]] | eftir=[[Menntaskólinn í Reykjavík]]}}
{{Sigurvegari | fyrir=[[Borgarholtsskóli]] | titill=Sigurvegari [[Gettu betur]] | ár=[[2006]] | eftir=[[Menntaskólinn í Reykjavík]]}}
{{töfluendir}}