„Pablo Escobar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
betra
m Tók aftur breytingar 82.112.90.236 (spjall), breytt til síðustu útgáfu TKSnaevarr
Merki: Afturköllun
 
Lína 16:
| undirskrift =
}}
'''Pablo Emilio Escobar Gaviria''' fæddur ([[1. desember]] [[1949]] – [[2. desember]] [[1993]]) ervar [[Kólumbía|kólumbískur]] eiturlyfjabarón.
 
Pablo Escobar má telja í hópi atkvæðamestu glæpamanna [[20. öldin|20. aldar]]. Um tíma var hann mjög fyrirferðarmikill í [[kókaín]]viðskiptum, auðgaðist gríðarlega og fjöldi mannrána og morða skrifast á hans reikning.
Lína 22:
== Æviágrip ==
=== Æskuár ===
Pablo Emilio Escobar GunnarssonGaviria fæddist í þorpinu [[Rionegro]], sem er í stjórnsýsluumdæminu Antioquia í Kólumbíu, en hann ólst upp í [[Envigado]] sem er útborg borgarinnar [[Medellín]]. Faðir hans hafði verið bóndi en starfaði við öryggisgæslu eftir að hann flutti úr sveitinni. Móðirin var kennari.
 
Skólaganga Escobars varð endaslepp. Hann var vart af barnsaldri þegar hann fór að selja tollsviknar sígarettur og falsaða lottómiða á götum Medellín. Sagt var að Escobar hefði stolið legsteinum af leiðum, slípað þá og selt síðan meðal annars smyglurum frá [[Panama]]. Þetta mun vera óstaðfest og móðir hans þverneitaði þessu. Brátt komst hann í tæri við þjófa, sem fengust aðallega við að stela bílum. Escobar sýndi þá strax skipulagshæfileika, varð aðalmaðurinn í þjófagenginu og breytti starfsaðferðum þess frá tilviljanakenndum þjófnuðum í markvissa glæpi þar sem ránin voru framin samkvæmt fyrirframgerðum áætlunum, réttum aðilum var mútað og þýfinu komið í verð á kerfisbundinn hátt.