„Verzlunarskóli Íslands“: Munur á milli breytinga

=== Útgáfa ===
NFVÍ gefur meðal annars út skólablaðið ''Viljann'' sem kom fyrst út árið 1908 og árbókina sína, ''Verzlunarskólablaðið,'' einu sinni á ári og telur nú 85 árganga. Auk þess gefur félagið út blöðin ''Örkin'' og ''Kvasir.''
 
=== Málfó ===
Upprunalega var nemendafélag Verzlunarskólans bara málfundafélag en með tímanum hefur það stækkað og Málfundafélagið er nú aðeins partur af nemendafélaginu. Málfundafélagið, eða Málfó eins og það er kallað, sér m.a. um VÍ-mr daginn, MORFÍS og Gettu Betur fyrir hönd NFVÍ og sér um sölu á Verzlópeysunum
 
==== VÍ-mr dagurinn ====
Fyrstu vikuna í október ár hvert er haldinn svokallaður VÍ-mr dagur, en hann er haldinn til að viðhalda vinalegum ríg á milli Verzlunarskólans og [[MR|<sub>Menntaskólans í Reykjavík</sub>]]. Keppt er í hinum ýmsu þrautum í Hljómskálagarðinum að degi til, svo sem í kappáti, reipitogi, langhlaupi, skák, rappkeppni, sjómanni og mörgu fleiru. Dagurinn endar svo í hátíðarsal Verzlunarskóla Íslands, Bláa sal, með ræðukeppni á milli ræðuliða skólanna tveggja.
 
==== MORFÍS ====
Skólanum hefur gengið vel í keppnum sem háðar hafa verið á milli framhaldsskóla landsins, þá einkum [[MORFÍS]]. Keppnin var fyrst haldin árið 1985 og hefur allt í allt verið haldin 21 sinni. Á þessu tímabili hefur Verzlunarskóli Íslands unnið hana 12 sinnum. Verzló komst í úrslit MORFÍS árið 2017 en Flensborgarskólinn í Hafnafirði bar sigur úr býtum þrátt fyrir að Verzló hafi fengið fleiri stig og átt ræðumann kvöldsins. Ræðumaður kvöldsins þann dag og jafnframt ræðumaður Íslands var Dóra Jóna Aðalsteinsdóttir.
 
''Aðalgrein, [[Listi yfir úrslit MORFÍS]]''
 
==== Gettu Betur ====
Skólinn hefur aðeins einu sinni unnið [[Gettu Betur]], spurningakeppni framhaldsskólanna, þrátt fyrir að hafa komist 6 sinnum í úrslit, en það var árið 2004 er þeir sigruðu [[Borgarholtsskóli|Borgarholtsskóla]] í [[bráðabani|bráðabana]] úrslitaviðureignarinnar. Lið skólans skipuðu þeir Hafsteinn Viðar Hafsteinsson, Steinar Örn Jónsson og Björn Bragi Arnarson. Lið skólans árið 2005-2006 komst í úrslit Gettu Betur þar sem þeir biðu lægri hlut gegn [[Menntaskólinn á Akureyri|Menntaskólanum á Akureyri]], eftir að hafa slegið út lið Borgarholtsskóla og [[Fjölbrautaskóli Suðurlands|Fjölbrautaskóla Suðurlands]] með auðveldum hætti.
 
== Nokkrir þekktir einstaklingar sem gengu í Verzlunarskóla Íslands ==
15.563

breytingar